
Velkomin á síðuna mína
Verið velkomin á síðuna mína þar sem ég set inn pistla,færslur og myndir af förnum vegi.
DAGBÓK

Ekki hefur farið fram nein lýðræðisleg umræða um það hvort borgarbúar vilja umturna borginni. - Frá nægum bílastæðum, greiðri umferð fyrir fjölskyldubílinn, vöruflutningabíla og þokklegum almenningssamgöngum .. ... yfir í bílastæðaskort, tafir sem kosta tugir milljarða á ári fyrir fólk og fyrirtæki og almenningssamgöngur sem festast einnig í öngþveitinu og eru síst að batna. - Gangandi og hjólandi geta blessunarlega verið þokkalega sáttir.

Aðalfundur landsamtakanna Spítalinn okkar var haldinn á Nauthól 23.apríl 2024. Hlotnaðist sá heiður að vera kjörinn formaður samtakanna en Anna Stefánsdóttir gaf ekki kost á sér eftir 10 ára starf. Að afloknum aðalfundi var haldið málþing í tilefni af 10 ára afmæli Spítalans okkar þar sem erindi fluttu Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, Jón Hilmar Friðriksson, forstöðumaður hjá Landspítala og Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóra Nýja Landspítala (NLSH) sem sér um uppbyggingu nýbygginga og breytinga eldra húsnæðis.