Blog Layout

Jarðaför Reykjavíkur í tengslum við 97 ára afmæli Heimdallar

thorkellsig@gmail.com

Heimdellingar með skemmtilega hugmynd í anda ungs fólk um jarðaför Reykjavíkur laugardaginn 17.febrúar 2024 í Tjarnarbío.

Júlíus Viggo Ólafsson, formaður Heimdallar kynnti skilmerkilegla á Facebook síðu félagsins https://www.facebook.com/xdheimdallur og í viðtali á RÁS 2 frábæra og skemmtilega hugmynd með jarðarför Reykjavíkur s.l. laugardag á 97 ára afmæli Heimdallar. 


  Borgin á bráðamóttöku eða líknardeild

 - Ég hefði reyndar frekar sagt að Borgin væri komin á bráðamóttökuna, jafnvel líknardeild og eingöngu alvöru læknir, en ekki skottulæknir gæti bjargað borginni. Í Wikipedia segir um skottulækna og skottulækninga. "Skottulækningar eða hjálækningar eru aðferðir til lækninga sem samrýmast ekki eða eru á skjön við hefðbundna læknisfræði. Ekki eru færðar fullnægjandi sannanir fyrir árangri af slíkum lækningum eða rannsóknir sýni að lækningaraðferðin skilar engum árangri. Skottulæknir er svikahrappur eða maður sem þykist búa yfir færni, þekkingu og hæfi á sviði læknavísinda. Orðið er oft notað um þá sem auglýsa hástöfum lækningu með undralyfjum eða aðferðum og orðatiltækið „snákaolíusölumaður“ notað."

   - Þessi skilgreining á Wikipedia á ágætlega við þann sem hefur stjórnað borginni undanfarin ár og hefur brugðist sem læknir og mun ekki bjarga Borginni eða endurlífga hana þótt hann sé enn í áhrifamiklu embætti sem formaður borgarráðs.


 Að endurlífga borgina frá dauðum

   - Það eina sem getur bjargað borginni frá dauða er að fá alvöru borgarstjórn og borgarstjóra sem getur beitt hefðbundnum og þekktum stjórnunar- og læknavísindum til að bjarga borginni eða þá endurlífga hana frá dauðum sem þarf þá að gera úr því að haldin hefur verið jarðarför. Reykjavíkurborg getur átt sér framhaldslíf. Frábært ef Heimdallur heldur áfram endurlífgunartilraunum. Þótt allir trúi ekki á líf eftir dauðann, þá er mögulegt að endurlífga borgina enda er hún lífseig ef rétt er á málum haldið.


Heimadulbún sjúkdómur

    Sumum fannst þessi "húmor" ósmekklegur einkum Samfylkingarfólki. Auðvitað pirrar þetta þau og áreiðanlega mín færsla hér. Ungt fólk a.m.k. í Heimdalli hefur áhyggjur af borginni okkar og vekur athygli á alvarleika málsins. Borgin er að kljást við alvarlega sjúkdóma svo sem SAMGÖNGU[HÆGA]TREGÐU sem lýsir sér í því að fólk og almenningsvagnar komast ekki áfram í umferðinni, allir fastir í ristlinum og endaþarmi samgangna. SKULDAHOLISMI sem er viðvarandi sjúkdómur sambærilegur við alkóhólisma þar sem hinn sjúki áttar sig ekki á veikindunum og leitar sér ekki aðstoðar, LÓÐAFRAMBOÐSGIGT þar sem gigtin hamlar allri hreyfingu í átt til aukins lóðaframboðs og BANKABÓLGU þar sem bólgan er að fæla banka og aðrar lánastofnanir frá því að koma nálægt sjúklingnum. Fleiri sjúkdómar hrjá borgina eins og samdráttur í mörgum líffærum Borgarinnar vegna ÞÉTTLEIKASÝKINGA íbúabyggðar á öllum reitum og grænum svæðum sem finnst; -þar sem allir innviðir svo sem æðakerfi (samgönguæðar) er að þrengjast og valda kransæðastíflu og þrengingu orkuinnviða sem kallar á hjáveituaðgerðir og bílastæðaskort sem veldur því að æðakerfi bresta og blóðkorn sem blóðið flytur (það er einkabílar, vöruflutningabíla og súrefni atvinnulífsins) ryðjast inn á aðliggjandi líffæri svo sem græn svæði líkamans sem eru óðum að hverfa.

   - Þetta eru allt alvarlegir sjúkdómar sem leiða til dauða ef ekkert að gert og Heimdallur telur reyndar að borgin sé dáin. Alveg óþarfi af Siðmennt og Samfylkingunni að rjúka upp til handa og fóta og hneykslast á þessu eins og Kolbrún Baldursdóttir bendir á í grein sinni í sunnudagsmogganum þann 18.2.2024.




Deila

Share

Share by: