Þessi hópur ber ábyrgð á gerð samgöngusáttmálans sem smátt og smátt er að koma í ljós að er stórgallaður bæði hvað kostnað og eðli framkvæmda.
Upphafsmaður þessara jarðgangahugmynda var Holberg Masson og samstarfsmanna okkar í Sjálfstæðisflokknum. Hugmyndin var að vísu full rótttæk þar sem gera átti göng um alla borg, en þetta vakti strax athygli og farið var að skoða þennan möguleika. Þetta er vonandi ekki fyrsta breytingin sem á eftir að gera á þessari upphaflegu furðulegu Borgarlínuframkvæmd.
Hér er ítarlegri frétt um þetta eins og Vegagerðin sér þetta fyrir sér. Vonandi mun Vegagerðin fá sjálfstæði til að gera áfram róttækar breytingar á Borgarlínuhugmyndinni t.d. að taka burtu miðjusetningu borgarlínu vegna óhóflegs kostnaðar og rasks á allri umferð t.d. á Suðurlandsbraut og víðar þar sem hugmund er um miðjusetningu Borgarlínu og fækka um eina akrein í hvora átt.
Vildi bæta hér við hugmynd teiknistofunnar Tröð, Kanaon arkitekta og VSO ráðgjafar um Miklubrautarstokk. Ekki datt höfundum í hug að benda á hversu óraunhæft það væri að gera svona stokk heldur er hlaupið á eftir öllu sem borgin eða aðstandendur Borgarlínunnar láta sér detta í hug. Hlægilegt núna að horfa að þetta og takið eftir hversu þétt á alls staðar að byggja við Miklubraut og Samgöngumiðstöð er hent þarna inn, sem einhvern vegin virðist ekki vera neinn áhugi á núna en þarf að hugsa uppá nýtt þegar jarðgöng koma upp úr jörðinni á svæðinu við Snorrabraut eða Landspítala.
Allt þetta skýrir hvers vegna endurskoðun Samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefur gengið hægt, en alveg frá því í fyrrasumar 2023 hefur verið sagt að endurskoðaður samningur sé alveg að koma. Best væri núna að viðurkenna að endurskoða þarf allt verkefnið, hönnun þess og forsendur, bæði fjárhagslegar og framkvæmdalegar.
Það nýjasta sem ég fékk kynningu á var staða verkefnisins hjá Ásdísi Kristinsdóttur, forstöðmanns Borgarlínu eins og hún er kölluð. Þar kom fram að rekstur Strætó og Borgarlínu yrði sameinaður en það er í fyrst skipti sem ég fékk staðfestingu á því. Það mun gjörbreyta öllu fjárhagslíkani fyrir sameinað félag og er algjörlega óunnið verkefni. Hvernig skal fjármagna fjárfestingu í öllum vögnum, skipuleggja samgöngukerfið og áætla kostnað við það og fargjöld.