Hér að ofan er ágæt mynd af því hvernig fólk sem er að koma í Grósku neyðist til að leggja á götunni og það ástand gæti versnað ef byggð þéttist og ekki verða tryggð bílastæði skv. raunverulegu mati á þörf. Búið að setja upp hlið við Öskju sem eignar sér þau stæði þótt þau séu ekki öll full nýtt. Allir reyna að bjarga sér. Með því að takmarka fjölda bílastæða og leyfa byggingu íbúðarhúss eða skrifstofuhúsnæðis þá verður fólk að leggja á götunni og jafnvel upp á gangstétt að hluta. Um tíma var lagt einnig bílum á þröngri götu við Thorfhildargötu sem liggur milli Grósku og Íslenskrar erfðagreiningar, en nú er búið að koma í veg fyrir það með gulum kantsteinum og bílastæðabannmerkjum. Búið að bjarga þessu í bili með bílastæðum á óbyggðir lóð bak við Grósku. Kjallarinn er þó illa nýttur en talsvert dýrara að leggja þar.
Hér að neða er birtingarmynd þess ástands sem meirihlutinn í borginni er að kalla yfir íbúana. Hús nánast án bílastæða við Snorrabraut 62 (hús fyrir neðan blóðbankann) er byggt og að sjálfsögðu var það draumsýn að það fólk ætti ekki bíla. Þá leggur fólk hinum megin við götuna í Norðurmýrinni. Íbúar mótmætu en lítið hlustað á þá. Það er smátt og smátt verið að eyðileggja borgina, skerða frelsi og lífsgæði íbúanna og útrýma bílastæðum og í leiðinni þvinga bíla upp á gangstéttar.
Hér birtir DV áhugaverða frétt um bílastæðavandamálin í hverfinu. Þetta gerist víðar í næstu færslu sem ég er líka með.
https://www.dv.is/frettir/2024/7/13/gangandi-folk-kemst-ekki-lengur-eftir-gangstettum-nordurmyri-bilastaedavandinn-mikill/