Blog Layout

Góður fundur með Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra laugardaginn 5.10.24 í Valhöll

thorkellsig@gmail.com

Afar góður fundur með Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra á laugardagsmorgun 5.10 í

Valhöll. Fjölmennasti laugardags-morgunfundur sem ég man eftir. Í boði hverfafélags Grafarvogs. Takk fyrir frábærar veitingar/morgunmat.

Mig langar að segja nokkur [mörg] orð um það helsta sem kom fram hjá ráðherra í hennar yfirgripsmiklu ræðu. Svör hennar við spurningum voru einnig skýr að mínu mati. Nokkrar myndir og video fylgja hér með. 
 

Fjallaði ráðherrann fyrst um ýmis mál einsog starfsemi lögreglunnar almennt og þær alvarlegu áskoranir sem verið væri að fást við. Verið væri að styrkja starfsemi lögreglunnar eftir megni til að fást við þetta. Fjöldi glæpagengja og vaxandi vopnaburður o.fl. 
 

En það sem var áhugaverðast og afar fróðlegt var ítarleg umfjöllun um svokölluð innflytjendamál sem snúast um fjölmargt. Innflytjendur sem koma hingað til starfa og vilja búa og starfa í okkar góða samfélagi, einnig hælisleitendur, flóttamenn og aðrir sem sækja hingað til lands af ýmsum ástæðum. Fólk í skammtímaatvinnuleit t.d. til starfa í ferðaþjónustu eða byggingaiðnaði. Innflytjendum auk ferðamanna hefur fjölgað gífurlega á undanförnum árum. Raunverulega langt umfram það sem innviðir og stærð samfélagsins ræður við. 


Kostnaður vegna hælisleitenda fyrir ríkissjóð er um 25 milljarða á síðasta ári. Þeir fá margir synjun til búsetu hér, en halda þarf þeim uppi, en með frumvarpi sem dómsmálaráðherra fékk í gegn í júní tókst að ná nokkuð utan um þetta. Þakkaði dómsmálaráðherra Bryndís Haraldsdóttir sem var einnig á

fundinum sérstaklega fyrir hennar mikilvæga starf sem formaður allsherjar- og

menntamálanefndar. 


Ef ég man rétt þá hefur fjölda umsókna

fækkað um 54% það sem af er þessu ári miðað við á sama tíma í fyrra. Örfáir

koma nú frá Venesúela, flestir koma frá Úkraínu, en ennþá hafa margir komið frá

Palestínu miðað við nágrannalönd okkar og þá ekki miðað við höfðatölu heldur

raunverulegan fjölda eins og ég skildi það. Brottfluttum hefur fjölgað mikið,

voru um 600 í fyrra, en 1.200 það sem af er þessu ári. Hafnað hefur verið um

búsetu það sem af er þessu ári fleirum en síðustu 13 árin. Á sama tíma og þetta

er sagt er ekki verið að hafna fólki í neyð og koma hingað gegnum eðlilegt

ferli. 

Það kom skýrt fram hjá ráðherra að þungar

byrðar hafa verið lagðar á okkar velferðarkerfi; menntakerfi, heilbrigðiskerfi

og húsnæðismarkaðinn svo dæmi séu tekin með innflutning á fólki sem er ekki

endilega í neyð eða hefur komist í gegn með tilhæfulausum umsóknum. Nóg hefur

fjölgunin samt verið. Kerfin hafa illa ráði við þetta og margt bitnað þess

vegna á landsmönnum sem fyrir eru í landinu. 


Gangrýnin snerist ekki að þeim sem eru í

neyð í gegnum eðlilegt ferli eða gegn þeim sem koma hingað til starfa til

lengri eða skemmri tíma, oft í afar mikilvæg verkefni í okkar atvinnulífi. Fólk

kemur hingað til að afla tekna, og það greiða skatta, eykur hagvöxt og

þjóðartekjur og halda mörg hver uppi mikilvægum þáttum í okkar velferðarkerfi,

ferðaþjónustu og byggingastarfsemi. Einnig fjöldi fólks komið erlendis frá inn

í fyrirtæki í lyfjageiranum, háskólana, nýsköpunarfyrirtækin, skapandi greinar

og mörg hálaunastörf sem eru samfélaginu mikilvæg. 


Athyglisvert þótt mér að heyra að kostnaður

á þessu ári væri núna orðin 13-14 milljarðar vegna hælisleitenda sem væri

helmingslækkun frá því sem var í fyrra, en er samt of mikið eins og fram kom

hjá ráðherra. Þá er ekki búið að meta óbeinan kostnað vegna þessa með aukið

álag á velferðarkerfi, skólakerfi og alla innviði meðan þeir dvöldu hér,

stundum í nokkur ár, þar til þeir fara úr landi. Þess vegna þarf að bæta um

betur með okkar löggjöf. Fram koma að ráðherra mun leggja núna fram frumvarp um

að afturkalla megi heimild hælisleitenda til búsetu hér á landi gerst þeir

brotlegir (væntanlega alvarlega) við lög. Ef VG ætlar að vera á móti þá ætlar

Guðrún, dómsmálaráðherra að vera því algjörlega ósammála !! Það yrði mjög

sérstök afstaða hjá VG að vera á móti slíku. 


Hluti af aðgerðaráætlun ráðherra er að koma upp sérstakri aðstöðu fyrir þá sem eru hér í ólöglegri stöðu um 200-300 manns, en eru núna oft og tíðum hluti af samfélaginu og jafnvel ekkert vitað hvar þeir eru. Koma þarf einnig upp greiningarmiðstöðu á Keflavíkurflugvelli enda aðstaðan í Domus alls ekki í lagi. Hraða þannig afgreiðslu þeirra sem hingað leita, innan fárra sólarhringa. Fólk á ekki að geta sest að í samfélaginu í almennri búsetu og farið hvert sem er en ekki skilað sér í Domus.
 
Ég vona að ég hafi farið sæmilega rétt með

það sem fram kom á fundinum. Athugasemdir eru vel þegnar. Einhverju kann ég

hafa bætt við úr eigin hugarheimi. Margar spurningar og almennar umræður urðu

um þessi mál. Ráðherra var vel að sér um flest öll mál og innkoma hennar í

stjórnmálin og í ráðherrastól hefur styrkt stefnu flokksins í þessum

málaflokki. Það fann ég á spjalli við fundarmenn eftir fundinn. Reynsla úr

atvinnulífinu og m.a. sem formaður Samtaka iðnaðarins o.fl. skiptir einnig

miklu máli. Það mun skila sér og á eftir að gera enn betur í vetur ef stjórnin

lifir, sem ég vona a.m.k. frá á næsta vor.
 

Deila

Share

Share by: