Framgangur hugmynda um stórskipahöfn í Finnafirði við Langanes er sagt hafa tafðist vegna covid-faraldursins. Áform um að taka upp þráðinn á ný eru sögð stranda á því að engin áheyrn fáist hjá íslenska ríkinu.
Hvað fær þjóðin að vita?
En hvað með að þjóðin hefði fengið að vita meira um þetta? Hafa það ekki verið hagsmunir aðstandenda verkefnisins að þegja yfir því? Viljum við þess konar stóriðju? Stór skip sem koma með 10-15 þúsund gáma hvert til og frá Asíu og minni skip alls staðar í heiminum að sækja þessar vörur. Stóraukin umferð um íslenska hafsvæðið. Gríðarleg orkunotkun ef keyra á ljósavélar skipanna í höfn. Keyra hundruð ef ekki þúsund fyrstigáma á rafmagni. Hvað með mengunarslys? Af hverju hefur ekki verið gerð samfélagsleg úttekt á þessu? Atvinninnutækifæri og hvers konar atvinna. Vantar okkur aukna vinnu fyrir hafnarverkafólk, rekstur vöruhúsa, lyftara og kranastjóra.? Yrðu þetta ekki erlendir starfsmenn? Er eðlilegt að svona stórskipahöfn sé í eigu útlendinga? Hvað fær þjóðin í aðstöðugjald? Þetta yrði lang stærsta framkvæmd Íslandssögunnar. Kallar á mikla innviði í þjónustustarfsemi, íbúðabyggð, innviðastarfsem svo sem vegagerð. Það er verið að kalla eftir sambærilegum og líklega mun stærri stuðningi og fjáfestum en við Bakka því ekki er allt komi í ljos. Er ekki skiljanlegt að stjórnvöld hér á landi hafi látið lítið í sér heyra? Áhersla í útflutningsstarfsemi er Sjálfbærni, græn orka og auknar útflutningtekjur. Þetta tikker ekki í þau box.
Hver er ávinningurinn af rekstraraðilum?
Svo er skrítið að skipin ættu að spara sér 2 sólarhringa siglingu niður til Rotterdam og annarra hafna á meginlandinu og hér á landi er enginn markaður fyrir vörurnar og minni skip þurfa að koma hingað og sækja vörurnar og sigla aftur með þær á Evrópumarkað. Hver er ávinningurinn?. Er eitthvað vit í þessari viðskiptahugmynd? Þegar ég starfaði hjá Eimskip um síðustu aldamót þá skoðuðum við þetta vel og sáum ekki glóru í viðskiptahugmyndinni út frá rekstrarlegum forsendum. Hagkvæmni í umskipunarhöfn á Íslandi er langt í frá borðleggjandi og ætti ekki þjóðin að fá að vita eitthvað meira um þetta verkefni áður en lengra er haldið?
Erlendir aðilar tala um þagnarmur. Hvað eru þeir að biðja stjórnvöld um?
„Bremenports segist lenda á þagnarmúr hjá íslenska ríkinu,“ er fyrirsögn fréttar í austfirska héraðsmiðlinum Austurfrétt, sem birtist í dymbilvikunni. Þar er greint frá meginefni viðtals við Dr. Lars Stemmler, yfirmann alþjóðaverkefna hjá Bremenports, í nýjasta tölublaði Austurgluggans, sem ritstjórinn Gunnar Gunnarsson er höfundur að.
Hugmyndin um Gunnólfsvíkurhöfn þróaðist yfir í mun stærri áform en var í upphafi. Árið 2011 samþykkti sveitarstjórn Langanesbyggðar að setja stórskipahöfn við Finnafjörð inn á aðalskipulag ásamt lóðum undir olíu- og gasiðnað en einnig stóran alþjóðaflugvöll á Langanesi. Sveitarstjórnin var þó gerð afturreka með hluta áformanna áður en Skipulagsstofnun féllst á aðalskipulagið árið 2013.
Hér er áhugaverð frétt og samantekt um málið á Vísi og fréttum Stöðvar 2 um málið á undanförnum árum allt frá þeim tíma þegar Sigmundur Davíð var forsætiráðherra.
https://www.visir.is/g/20232400381d/segir-finnafjord-fastan-i-thagnarmur-rikisstjornar
Aðrar hugmyndir áhugaverðari.
Nýlegar, löngu eftir að þessi pistill var skrifaður, heyri ég af mun áhugaverðari hugmyndum um að framleiða þarna umhverfisvænt eldsneyti til útflutnings þar sem hin risastór höfn er slegin af eða a.m.k. frestað til nokkuð lengri tíma og þarf ekki endilega að verða að verauleika. Framleiðslan er þá fjarri íbúabyggð sem er jákvæt og snýr einnig að áherslum um baráttu gegn brennslu jarðefnaeldsneytist. Að þessu er unnið þessa mánuðina