Það er ýmislegt athyglisvert í grein í Heimildinni þann 28. júlí sem er hvatinn að þessum skrifum mínum hér og á Facebook þann 30.7.2023.
https://heimildin.is/grein/18479/brunin-thyngist-a-sjalfstaedismonnum-sem-uppnefndir-eru-karlakorin-gratbraedur/
- Það er vissulega "hrútalykt" hjá þessum "Grátbræðrum" innan flokks okkar D fólks eins og Heimildin kallar þá, enda halda konurnar sig frá þessum hóp og því miður margar konur sem hafa yfirgefið flokkinn og eldra fólks sem er samt um 35% af stuðningsfólki flokksins. Lítið heyrist í þingkonum okkar eða ráðherrum og Brynjar talar vissulega ekki til kvenna í pistli sínum sem er mjög "karllægur". Við eldri karlarnir látum okkur fátt um finnast þótt fyrrum "fýlupúkafélagar" agnúist út í flokksforystuna. Haraldur Benediktsson er reyndar farinn úr félaginu og komin í skemmtilegan hóp á Akranesi þar sem gleðin og uppbygging er við völd. Ég skyldi reyndar aldrei þessa sjálfseyðingarhvöt að kalla sig "fýlupúkafélag"; - stundum má satt kyrrt liggja.
- Margir eldri Sjálfstæðismanna eru ekkert sérlega hrifnir af stefnu eða stefnuleysi flokksins og hvað gert hefur verið fyrir eldra fólk, einkum konur, en lika láglauna karla sem standa oft illa eftir langa og oft erfiða starfsævi. Frelsi er tekið af eldra fólki, ekki leyft að starfa nema upplifa óhóflegri skerðingu launa almannatrygginga. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki tekið heilbrigðismálin að sér frá því Kristján Þór var þar ráðherra. Hann kom a.m.k. sjúkrahótelinu í gang, en lítið var þá eða síðar barist fyrir hagsmuni þeirra sem þurfa að komast á hjúkrunarheimili eða hafa frelsi til að velja sér búsetuform/hjúkrunarheimili. Auðvitað hafa sem betur fer lang flestir eldri borgarar það gott fjárhagslega, en það þarf að sinna betur þeim sem illa standa. Heilbrigðismál eru reyndar afar mikilvægur málaflokkur sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf að taka forystu í að lagafæra.
- Öll þessi umræða um að stjórnarsamstarfið sé í hættu er vonandi orðum aukin og bara til að skemmta "skrattanum" eins og sagt er. Bjarni Ben talaði skýrt í viðtalið sínu í hlaðvarpi Þjóðmála nýlegal og sagði að þessi hvalveiðimál hefðu ógnað samstarfinu þá hefði það gerst strax. Það er ömurlegt mál að flestra mati hvernig að þessu var staðið, en ekki heppilega til þess fallið að slíta stjórnarsamstarfinu. Þessar hvalveiðar eru áhugamáli eins manns sem hefur næga fjármuni til að stunda þetta. Það verður látið reyna á lögmæti þessa gjörnings.
- Bjarni heldur enn í vonina að stjórnarsamstarfið haldi áfram þótt "hrúttarnir" innan flokksins látið mikið í sér heyra. Jón Gunnarsson sagði skýrt sína skoðun í hádegisfréttum RUV varðandi hverfandi líkur á stjórnarslitum eða klofningi innan flokksins. Hann er skynsamur, stóð sig vel sem ráðherra og hefur hagsmuni flokksins sannarlega í huga. Hann veit að við þurfum að vera harðari í ýmsum málum en stjórnarslit og klofningur skilar engu nema tapi.
- Auðvitað var það áfall fyrir formanninn að Guðlaugur Þór Þórðarson keppinautur hans í formannskosningu hafi fengið 40% fylgi gegn sitjandi formanni. Mikil áhersla var lögð á og því flaggað óspart að hann væri mikilvægur til að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram því hann ynni svo vel með forsætisráðherra. Margir studdu hann út af því og það væri niðurlæging að tapa, en ætla ekki að fara út í aðrar ógeðfeldar aðferðir sem notaðar voru til að safna fylgjendum Bjarna á Landsfundinn. Bjarni vill að sjálfsögðu ekki slíta stjórnarsamstarfinu núna og þurfa að hröklast frá ef farið er í aðrar kosningar. Flokkurinn þarf að halda þetta út og reyna að styrkja sína málefnastöðu og forystu ef hann á að eiga einhvern séns fyrir næstu kosningar. Formaðurinn þarf að hafa frumkvæði um breytingar. Núverandi kannanir, sem engin ástæða er til að taka ekki alvarlega, sýna fylgi vel innan við 20%. Sú staða kemur mér ekkert á óvart, en er óviðunandi enda er klipið af flokknum frá hægri og vinstri eða réttara sagt flokkurinn hefur ýtt frá sér eða ekki sinnt og haldið í þá sem hafa skapað breidd flokksins nánast alla tíð eða fram undir bankahrun þegar í ljós komu mistökin við einkavæðingu bankanna árið 2003. Flokkurinn hefur ekki náð sér vel eftir bankahrunið. Miðjufylgið hefur líka farið, ekkert horft til lítilla og meðalstórra fyrirtækja þar sem stærsti hluti vinnuaflsins er heldur mest þóknast stórum fyrirtækjum.
- Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins á vonandi eftir að herða sig, en hann líður því miður fyrir almennt slaka stöðu flokksins og meira segja fyrri Íslandsbankasalan rétt fyrir borgarstjórnarkosningar fór ekki vel í kjósendur. Það fann ég vel í síðustu kosningum til borgarstjórnar þegar ég ræddi við hundruð flokksfólks og ekki hefur staðan batnað síðan þá með seinni bankasöluna og Lindarkvolsmálið.
- Það er ekki til að auka fylgi flokksins að skrifa pistla eins og Brynjar Níelsson fráfarandi þingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra er að skrifa á Facebook og reyna svo að draga eitthvað í land vegna ótta við að einhverjir fælist í burtu eða stofni nýjan hægri flokk eins og hann virðist óttast. Hann fer svo í drottningarviðtal við sig í Mogganum um helgina og heldur þar áfram og lýsir þar vantrausti á forystuna, þótt hann lýsi ekki vantrausti á formanninn eins 40% landsfundarfólks gerðu, en notar þessa aðferð að lýsa mörgum góðum kostum formannsins sem flestir geta fallist á. Honum finnst þó eðlilegt horfa til breytinga. Tveggja síðna viðtalið við Brynjar, sem er næst á undan Reykjavíkurbréfinu, er áreiðanlega ekki tekið í óþökk ritstjórans.
- Það þarf að vinna að því að byggja upp innra starf flokksins nýta stjórn flokksráðsins sem er skipað formanni, varaformanni og ritara og formönnum málefnanefnda til að undirbúa vel flokksráðsfund flokksins í lok ágúst. Tala frekar innávið og innan flokksins en áhrifafólk og fyrrverandi þingmenn eiga ekki að gaspra með sínar áhyggjur á vinsælu fésbókarsíðum sínum sem allir fjölmiðlar grípa og enduróma eins og Staksteinar og leiðarar í Morgunblaðinu eða andstæðingar flokksins eins og Heimildin o.fl. Vonandi verða á flokksráðsfundi flokksins einhver góð tímamót, ekki bara verið að bæta, hressa og kæta stefnuskránna heldur horfa til róttækari breytinga. Fer ekki út í það hér á þessum vettvangi en það er mjög stutt í næstu kosningar og kosningabaráttan augljóslega hafin. Ég vil vera bjartsýnn og held að flokkurinn eigi fullt af tækifærum ef rétt er á málum haldið.
- Þá er komið að lokum þessa pistils mína og tengill inn á Heimildina sem er áhugaverð lesning þótt ekki sé meira sagt og var tilefni þessa pistils.