Blog Layout

Erfðablöndum á laxi enn ein ógn sem stafar af sjókvíaeldi

thorkellsig@gmail.com

Núna er augljós hvers vegna þeir sem stunda sjókvíaeldi hafa verið andsnúnir sýnatöku á laxi úr laxveiðiám.


Erfðablandaðir laxar er alvarlegt mál og ef skaðinn af þessu verður mikill þá getur þetta haft umtalsverðar afleiðingar fyrir lífríkið og líka þá milljarða í tekjur sem bændur og leigutakar hafa af fengsælum veiðiám og allt það starfsfólk sem vinnur við þessa starfsemi. Það þarf að taka þessi mál alvarlega. Fjarlægð fiskeldisstöðvar frá fengsælum laxveiðiám skiptir ekki öllu máli. Þetta hefur áhrif þótt sjókvíaeldið sé langt frá.
- Jens Garðar Helgason aðstoðarforstjóri Fiskeldis Austjarða, bregst þannig við í umræðum um þessi mál til dæmi í hádegisfréttum RUV 16. júlí að ekki sé stefnuleysi stjórnvalda eða löggjöf um að kenna heldur taki umhverfismat og fleira allt of langan tíma. Ég held að þessu sé alveg eins óskýrri löggjöf um að kenna enda var hún smíðuð af samblandi hagsmunaaðila og vanbúinni og vanhæfri stjórnsýslu á sínum tíma. Þetta verður lagfært á komandi þingi enda er rót vandans þar sem hefur svo áhrif í ferlinu. Loksins er verið að taka á þessu með erfðablöndum. Það gerist núna þegar farið er að taka laxa í laxveiðiám til skoðunar, sem þeir sem ráku fiskeldifyrirtækin voru alltaf á móti. Nú skýrist það augljóslega af hverju þeir voru á móti því.
- Leiðin hlýtur að vera að koma þessum laxeldisiðnaði upp á land eins og áform eru um víða á Reykjanesi og takmarka síðan sjókvíaeldi, auka verulega eftirlit og auka gjaldtöku til hagsbóta fyrir sveitarfélögin og almenning, vegna gjaldtöku af þessari auðlind. Lærum af mistökum annarra þjóða í þessu efni.
- Ef landeldi á laxi gengur einhvers staðar vel, þá er það á Íslandi þar sem orka er græn og ódýrari, vatnið heilnæmt og kolefnisspor mun minna þar sem landeldisstöðvarnar eru nálægt flutningaleiðum með skipum frá Þorlákshöfn og Reykjavík og í flugi frá Keflavíkurflugvelli. Gæði laxins eru einnig meiri, enda ekki verið að fást við laxalús og sjúkdóma og þar með eiturefnanotkun og hægt að stýra hitastigi vatnsins sem blandast oft sjó sem er dælt upp úr jarðlögum nálægt sjó. Enn er þessi aðferð dýrari en sjókvíaeldi en sá munur mun minnka með eðlilegum kröfum og gjaldtöku á sjókvíaeldi og aukinni sjálfvirkni, stærðarhagkvæmni, öryggi í rekstri landeldis, meiri gæðum, framleiðslu á betra fóðri úr fiskafurðum/fiskimjöli í stað sojamjöls og fleiri þáttum.
- Við megum aldrei gleyma því að leggja áherslu á sjálfbærni, hreinar afurðir og umhverfisvernd í öllu því sem við gerum. Að minnka kolefnissporið er einnig hlut af því að koma laxeldinu sem næst útflutningshöfnum til sjó- og flugflutninga. Getum gert laxeldi að afar hagkvæmri framleiðslu á proteini og einna umhverfisvænustu og heilbrigðustu neyslu á próteini sem hægt er að hugsa sér.   

Deila

Share

Share by: