- Oftast eru skiptar skoðanir í þættinum "Í vikulokin" en Sunna Valgerðardóttir var óvenju heppin að velja viðmælendur í morgun 23.9.2023 sem voru nánast alfarið sammála. Sunnu tókst líka að draga fram nánast samhljóm allra og neikvæðni í garð ákveðinna málefna, stjórnvalda og stjórnmálaskoðana og jafnvel einstaklinga. Þeim sem fannst þátturinn góður ættu ekki að lesa áfram og láta skemma fyrir sér gleðina.
- Ég get því ekki orða bundist hér á Fésbókinni. Rætt við Axel Sæland, formann Garðyrkjubænda, Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúi Pírata og Andrés Jónsson almannatengil sem mjög oft er kallaður til auk Friðjóns Friðjónssonar sem er reyndar orðinn meira stjórnmálamaður en almannatengill í hinum almenna skilningi þess orð. Það tókst óvenju vel að fá alla til að vera nánast sammála enda val viðmælanda og skoðanir þeirra þess eðlis. Hvað var svo rætt?
1. Rætt var fyrst um GARÐYRKJU og hversu illa stjórnvöld stæðu sig að veita fjármagni í þann málaflokk og öll rök tínd til sem eflaust eiga mörg rétt á sér. Víða er kallað eftir meira fjármagni.
Allir viðmælendur sammála að þetta væri afleitt en blandað saman garðyrkju og
landbúnaði almennt þegar það hentaði í umræðunni.
2. HVALVEIÐAR voru næst á dagskrá og snerust að sjálfsögðu mest um Kristján Loftsson og spiluð upptaka úr Kastljósþætti þar sem Kristján fór mikinn og á köflum getur orðið eins og besti uppistandari. Hann gerði Kastljósþáttinn óvenju skemmtilegan og meira segja Bergsteinn Sigurðsson umsjónarmaður þáttarinn gat ekki annað en brosað nokkrum sinnum. Ekki er ég að verja sérstaklega hvalveiðar, en garðyrkjubóndinn reyndi að verja nýtingu þessarar auðlindar eins og aðrar við litla hrifningu þáttastjórnanda og annarra viðmælenda.
3. Svo kom umræðan að RÍKISSTJÓRNINNI. Hún var auðvitað öll á neikvæðum nótum, hvort stjórnin mundi lifa, óeining og alls konar vandamál plaga þessa ríkisstjórn. Ekki voru aðrir viðmælendur eða þáttastjórnandi að tala máli ríkisstjórnarinnar, en ef eitthvað er þá nyti aumingja VG sín illa í þessari ríkisstjórn.
4. Næst var talað um NÝJA BORGARSTJÓRANN sem
tekur bráðum við og Píratinn að sjálfsögðu bjartsýnn með hann og ekki yrði um
nein vandamál uppi í tengslum við þau skipti. Nýju "föt keisarans"
mundu litlu breyta. Lítil rætt um þá breytingu sem Framsóknarflokkurinn ætlaði
að gera á stjórn borgarinnar í kosningabaráttunni þegar "best átti að vera
að kjósa Framsóknarflokkinn."
5. Svo barst talið að SAMGÖNGUSÁTTMÁLANUM og
Píratinn greip boltann og talaði um verðbólguþróun og gerði lítil úr
kostnaðaraukningu sáttmálans. Aðalatriðið væri að nýta peningana sem best og
þeir ættu að nýtast sem flestum og það staðhæft að flestir vildu sjá
Samgöngusáttmálann uppfylltan (án þess að almenningur vissi mikið um hann og
ekki vitnað í tilteknar skoðanakannanir um þetta) en ekkert minnst á hugmyndir um einfaldari útgáfu af borgarlínu. Píratinn fékk eins og áður að flytja langa ræðu. Minntist auðvitað á það hversu neikvæður fjármálaráðherra væri í garð þessa mikla kostnaðarauka t.d. á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga og víðar og hún áleit að með því talaði hann þannig að höfuðborgarbúar ættu að vera einhver afgangsstærð í huga fjármálaráðherra. 30 milljarða á ári næstu 10 ári sem væru áætlanir í þetta og það væri ekki miklir peningar. Setja ætti peninga þangað sem fólkið er sem er höfuðborgarsvæðið. Landsbyggðin fengi allt of mikið. Píratinn fékk endalaust að telja upp tölur og prósentur, allt einhliða áróður. Garðyrkjubóndinn komast aðeins að og ræddi um mikilvægi landsbyggðarsamgangna. Svo var haldið áfram og rætt um strætó og talað jákvætt um mikilvægi hans, en ekkert minnst á að samkvæmt Samgöngusáttmálanum væri fyrst og fremst fjallað um Borgarlínu sem almenningssamgöngubót í Reykjavík, sem ekki kemur fyrr en að hluta eftir 10 ár og svo eftir 20 eða 30 ár. Ekkert minnst á alla möguleikana að laga almenningssamgöngur strax næstu 3-4 árin með úrbótum á rekstri Strætó og að sjálfsögðu stofnvegaframkvæmdum sem hafa verið sviknar. Svo kom almenningstengillinn og bætti um betur og fór að tala um að það væri svo dýrt að reka bílinn og fjárfesta ætti í almenningssamgöngum þar með Borgarlínu og losa fólk undan þeirra áþján að reka bíl. Ekki minnst á að sem betur fer hafa lífskjör batnað og fleiri hafa möguleika á að nýta sér kosti fjölskyldubílsins og langflestir nýta hann, en borgarlínan kemur til með að þrengja verulega að bílaumferð.
6. Svo var farið út fyrir landsteinana og rætt um um BANDARÍKIN og almannatengillinn fór þá með sínar sínar skoðanir sem voru auðvitað andvígar Donald Trump (eins og reyndar okkar flestra) og rætt um FOX news og verði stöðinni hugsanlega breytt til góðra verka þegar erfingjarnir taka við og breyta FOX news í nokkurs konar CNN útgáfu. Repúblikanaflokkurinn að sjálfsögðu talaður niður. Svo var reyndar talað um spillingu hjá Demókrötum og gullstangir í því sambandi og þá gætu þeir því miður tapað fylgi við það og þar að auki væri Joe Biden orðin hrumur. Allt stefndi í óefni. Ekki mikil bjartsýni þar í landi.
Í lok þáttar kom skemmtilegi og jákvæði hluti þáttarins í nokkrar mínútur og spurt hvað viðmælendur ætluðu að gera um helgina. Það verður ekki rakið hér.
- Þannig líkur minni sýn á þennan þátt, sem var meira einhliða og neikvæðari en ég hef áður heyrt. Vona að ég hafi ekki gleymt mörgu jákvæðu. Leitt að þurfa að vera svona neikvæður, en ég vil samt ekki draga úr fólki að hlusta á þáttinn sem verður bráðum aðgengilegur á spilaranum eins og aðrir þættir Vikulokanna. Margir munu líka gleðjast við að hlusta á þáttinn