Blog Layout

Stefnuráð byggðarsamlaga, Landnýting, góðar greinar og pistill Bergþór, Kyrrstaða

thorkellsig@gmail.com

Morguninn hófst á góðum fundi í stefnuráði byggðarsamalaga sem snýst aðalega um stefnumörkun fyrir þau byggðarsamlög sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu reka, aðallega Sorpu og Strætó en reyndar einnig Slökkviliðið. Í dag var umræðan um Sorpu og framhald verður á þeirri umræðu á næsta fundi.


Svo var fundur með okkur félögunum í Landnýtingu ehf sem erum að vinna að verkefnum sem snúa að því að koma meiri hreyfingu á útflutning grænmeti, bæði ylræktar og útiræktar, kornræktar o.fl. Þar liggja mikil tækifæri.  En hrós dagsins fær Bergþór Ólason fyrir ágætan pistil um nokkur viðfangefni sumra stjórnmálaflokka á alþingi og borgarstjórn. Þó ég sé ekki samflokksmaður Bergþórs fær hann hrós dagsins.


En með því er ekki verið að gera minna úr ítrekuðum skrifum Elíasar Elíassonar, verkfræðings, um fyrirbærið borgarlinu,  Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar f.v. borgarstjóra um stjórnleysi borgarinnar á fjölmörgum sviðum og ofurþéttingu byggðar í háum byggingum með of fá bílastæði og Helga Áss Gretarssonar um skortstefnu meirihlutans í bílastæðamálum.  Ég þekki fjölda eldra fólks sem fer ekki lengur nálægt miðborginni og þurfa að keyra hring eftir hring í leit að bílastæði nema tilneydd vegna jarðafara í Dómkirkjunni eða bráðnauðsynlegra ferða. Bílakjallari Ráðhússins er oft orðin fullur. Það er ekki eitt, helur allt sem mætti gera miklu betur.

Deila

Share

Share by: