Blog Layout

Gámurinn sem breytti heiminum

thorkellsig@gmail.com

Það er athyglisvert að Áslaug Arna, háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðherra tekur gámavæðinguna og frumkvöðul hennar sem dæmi um nýsköpun og umbyltingu í flutningatækni sem Malcom McLean innleiddi. Það verkefni tók marga áratugi að þróast eins og hér á landi.

    Mér er þetta hugleikið vegna þess að á árunum 1977-1979 þegar ég höf störf að loknu háskólanámi voru mjög skiptar skoðanir innan Eimskip sem þá var (og er enn) leiðandi fyrirtæki í sjóflutningum hér á landi. Það var ekki fyrr en Hörður Sigurgestsson kom til starfa sem forstjóri og hann tók af skarið. Ég hafði þá unnið skýrslu um það hvernig fækka mætti skipum og stækka þau um helming og kallaði skýrsluna "Plan for Survival". Við unnum saman í 20 ár og fyrst árin eftir að hann byrjaði hófst umbreytingin yfir í gámaflutninga.  Keppinautur okkar hélt nokkuð fast í brettaflutningatækni milli Íslands og útlanda sem augljóslega var ein af mörgum ástæðum þess að reksturinn gekk illa hjá þeim og þeir hættu starfsemi árið 1985.

    Í dag er þetta algjörlega ráðandi flutningamáti í öllum stykkjavöruflutningum og frystiflutningum (í fyrstigámum) til og frá landinu.  Án þess að hafa frumkvöða, leiðtoga og stjórnendur með menntun og skilning á mikilvægi nýrrar tækni hefðum við dregist aftur úr og erlend fyrirtæki jafnvel komið inn á markaðinn.  Núna í dag erum við með gríðarlega öflugt flutningafyrirtæki Eimskip í leiðandi stöðu, en reyndar einnig tvö önnur Samskip og Smyril-line sem eru einnig í gámaflutingum. Smyrl-line með nýja tækni Roll on Roll of (RO/RO) til og frá Þorlákshöfn sem er afar góður og mikilvægur viðbótarkostur í bílaflutningum og ýmsum varningi sem fer á hjólum um borð og frá borði. Flýtir allir lestur og lestun.

    Þróunin í þessum geira er hæg miðað við ýmsar aðrar greinar, sem er út af fyrir sig eðlilegt, en mikilvægt að við stöndum okkur vel í þessari líflínu aðfanga til landsins og útflutnings. Með sama hætti og flugsamgöngur hafa verið lykilatriði í að byggja upp ferðaþjónustu og skapa öflug tengsl fyrirtækja hér á landi við útlönd í vestur og austur með mörg flug á dag til fjölmargar borga.  Þar koma nýja flugvélar við sögu eins og ný skip, en enn sitjum við farþegarnir í sætum, þar sem reyndar aðeins hefur verið þrengt að okkur en þurfum ekki enn að standa.

Deila

Share

Share by: