PENINGASEÐLAR SÍFELLT Á ÚTLEIÐ.
Í apríl sl. var kynnt skýrsla starfhóps á vegum fjármálaráðherra. Ein meginniðurstaða hópsins var: „Setja þarf hömlur á notkun reiðufjár í viðskiptum í atvinnurekstri“. Auk þess viðtækar heimildir til að takmarka heimild aðila til að stunda VSK skylda starfsemi hafi þeir verið ítrekað eða alvarlega verið uppvísir af brotum hvað þetta varða.“ Sjá:
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/04/26/leggja_til_homlur_a_notkun_reidufjar/
- Það rifjaðist upp núna að nákvæmlega fyrir 6 árum var gerð skýrsla á vegum þáverandi fjármálaráðherra um umfang skattundanskota og tillögur um aðgerðir. Þessi skýrsla var samin af stafshópi sem Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra, skipaði og ég var fengið til að stýra.
HVERJUM ÞJÓNAR 10.000 KRÓNU SEÐILLINN
- Ein af ábendingum var hætta á skattsvikum sem fylgir notkun reiðufjár þar sem háar fjárhæðir skipta um hendur með órekjanlegum hætti. Ein af tillögum okkar var t.d. að hætta notkun á 10.000 krónu seðlinum strax enda þjónar hann fyrst og fremst því hlutverki að vera nýttur til geymslu á peningum oft "svörtu fé". Meira en helmingur allra verðmæta seðla í notkun voru 10.000 krónu seðlar, en eru lítið í umferð í almennum viðskiptum og eru sjaldan í veski almennings. Að hefja útgáfu á þessum seðli árið 2013 var óþarfi.
- Fæstir sem gagnrýndu þetta á þessum tíma árið 2017 höfðu lesið skýrslu vinnuhópsins. Brynjar Níelsson hæddist að tillögunni, en auðvitað var það bara góðlátlegt grín hjá honum. Þetta gaf samt strax tóninn fyrir umræðuna sem varð ómálefnaleg og færsla hans fyrst og fremst skot á þáverandi ráðherra Viðreisnar í ríkisstjórn sem Sjálfstæðisflokkurinn leiddi undir forystu Bjarna Ben. Svo mátti skilja á Brynjari að gamalt fólk væri ekki tilbúið eða vanhæft til að nota greiðslukort en það er öðru nær, að nota kort er orðið daglegt brauð alls staðar. Klippa af færslu Brynjars árið 2017 er hér með neðst.
- Fleira var gagnrýnt eins og að einstaklingar gætu endalaust komist upp með að stofna ný fyrirtæki með VSK samningi við ríkið og ríkissjóður tapar eins og aðrir eftir hvert gjaldþrot. Allt gert undir merkjum „atvinnufrelsis“ en það gleymist að ríkissjóður þarf ekki endilega að samþykkja viðkomandi aðila til að gerast hæfan til að stunda VSK skylda starfsemi. Vera með öðrum orðum innheimtuaðili f.h. ríkissjóðs og endurgreiðsluhæfur á innskatti.
- Linkur inn á skýrslu okkar er hér að neðan og við lestur hennar ætti öllum að vera ljóst að grípa hefði strax átt til margvíslegra ráðstafana. Starfshópurinn var mjög einhuga með sína niðurstöðu.
Sjá:
https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/Skattsvikask%c3%bdrsla%20lokaeintak.pdf
NOTKUN REIÐUFJÁR FER SÍFELLT MINNKANDI
Hugmyndin um það að draga úr umfangi reiðufjár var hvorki fundin upp af starfshópnum né þáverandi fjármálaráðherra. Víða um heim hefur notkun stærstu seðla verið hætt og t.d. í Svíþjóð taka verslanir ekki lengur við seðlum. Í flugvélum ICELANDARI hefur lengi eingöngu tekið við kortum. Þróunin er í þá veru að minnka enn frekar seðlanotkun, netverslun og t.d. sjálfafgreiðsla í matvöruverslun kallar á kortanotkun og dregur enn frekar úr seðlanotkun meira segja hjá elsta hópi eldra fólks.
- HOPP er að setja í gang áhugaverða leigubílaþjónustu þar sem greitt er fyrir fram með APPI og seðlar koma hvergi við sögu. Til þess að forðast það að umræðan fari í sama farveg og Brynjar Níelsson og aðrir sem ekki kynntu sér málin um árið er eðlilegt að draga úr notkun reiðufjár í áföngum. Banna ætti greiðslu launa í reiðufé og sjálfsagt að taka undir tillögu um að fyrirtæki hafi ekki viðskipti í reiðufé sín á milli.
- INDO er nýstárleg ekki-bankaþjónusta. Ekkert gjald tekið fyrir notkun á greiðslukorti.
https://indo.is/ver%C3%B0skr%C3%A1
Af hverju að rukka þig fyrir að nota peningana þína. Vel má einnig huga sér að Seðlabankinn gæfi út kort sem væri ígildi seðla þannig að fólk legði inn tiltekna upphæð í Seðlabankann frá nokkrum tugum þusunda og t.d. allt að 1 milljón króna og fengið í staðinn kort sem hægt er að nota eins og Debit kort og þurfa ekki að liggja með seðla heima eins og eldra fólk sem er illa við að nota kredit kort. Reyndar væri skynsamlegt að allir Íslendingar ættu slíkan reikning í Seðlabankanum og eignaðist bankanúmer sem gilti alla ævi eins og nafnnúmer og einstaklingurinn fengi það á sama tíma og nafnnúmer, strax við fæðingu. Þá væri auðvelt að leggja inn á reikning barna afmælisgjafir, fermingargjafir eða aðrar gjafir sem oft eru peningar. Gefendur fengju kvittun sem hægt er að afhenda barninu.
- Skoða þarf alla möguleika í þessu efni til að auðvelda traust á kortanotkun, minni kostnað við það og draga úr kostnaði við seðlaprentun og myntslætti og seðlanotkun. Tryggja á sama tíma öruggt kerfi rafrænna lausna eða e-reikning eða e-kort tengt Seðlabankanum í stað þess að liggja með fjármuni undir koddanum eða á öðrum stöðum heima enda eru bankar að hætta notkun bankahólfa.
ÖR ÞRÓUN OG NÝSKÖPUN NAUÐSYNLEG FJÁRMÁLASTARFSEMI.
Stjórnvöld, fjármálafyrirtæki og ekki síst Seðlabankinn þurfa að huga vel að þessum málum. Láta ekki neikvæða umræðu árið 2017 trufla okkur, en hún hafði fyrst og fremst pólitískan og áróðurskenndan tilgang af sumum sem kalla sig "fýlupúka" og ber að skoða í því ljósi. Þessi svokölluðu fýlupúkar eru samt bráðnauðsynlegt skemmtiefni sem lífgar upp á stjórnmálin ef fólk kann að taka þessu þannig.
Staðreyndir tala sínu máli og „ekkert fær stöðvað tímans þunga nið" Rafræn samskipti eru að taka meira og meira yfir notkun pappírs hjá sýslumönnum, sveitarfélögum og í almennri stjórnsýslu og atvinnurekstri. Pappírsseðlar fara sömu leið.