Eftir fordrykki heima hjá bekkjafélögum og flottar veitingar í Gamla Bíó tók við ball á gamla mátann með hljómsveit nemenda sem flest allir útskrifuðust frá MR sama ár.
Hljómsveit sem engu hefur gleymt.
Þeir sem skipa hljómsveitina eru Guðjón Hilmarsson trommur, Ásgeir Guðjónsson, bassi, Helga Steinsen söngkona, Sigurður Einarsson, gítar og Meyvant Þorláksson, prófessor Emeritus HÍ og eitthvað koma Áskell Másson líka að þessu. Allir nema Guðjón og Ásgeir voru kallaðir til að fylla spila á tvö mikilvæg hljóðfæri, trommur og bassa. Sjá stuttar upptökur af hljómsveitinni og fjörinu á dansgólfinu.
Þeir þurftu ekki mikið að æfa enda gleymast ekki þessi gömlu góðu lög sem spiluð voru flest frá þessum tíma þegar Bítlarnir, Stones og margir aðrir voru í miklu uppáhaldi. Það voru þarna nokkrie bútar sem ég setti inn, en þau spiluðu stanslaust með fullt dansgólfið í um það bil eina og hálfa klukkustund en ballinu lauk eftir flottan fordrykk og mata.
Veislustjóri messaði yfir árganginum
Veislustjóri var Karl V. Matthíasson sjá www.facebook.com/karlvmatt, en fæstir gerðu ráð fyrir á námsárunum að hann yrði prestur, en líf margra breyttist með árunum. Hann er og var alltaf í ölum hlutverkum góður og líka sem veislustjóri. En svona er lífið, Í hópnum eru margir sem urðu frægir læknar jafnvel á heimsvísu, lögfræðingar, kennarar, athafnafólk o.fl. o.fl. Það er synd að hafa stytt þennan menntaskólatíma úr 4 í 3 ár, því þetta er svo verðmætur tími á allan hátt, ekki síst félagslega en ekki bara um námið. Grunnskólann hefði frekar mátt stytta um 1 ár og nýta þau ár sem þar eru miklu betur.
Við vorum 50 árum yngri á ballinu nema ekki jafn liðug og sum höfðu því miður fallið frá úr hópnum, eins og lífið er.