Loksins er að koma upp á yfirborðið hve mikil ógn er af sjókvíaeldi. Norðmönnum tókst að grafa um sig hér á landi og gera heilu byggðarlögin háð þessari atvinnustarfsemi. Að sjálfsögðu á hún og mun fara á land, eins og á Reykjanesinu þótt vonandi hún geti eitthvað hófstillt lifað í fjörðum landsins, en þá undir meira eftirliti og gegn eðlilegu endurgjaldi fyrir nýtingu auðlindarinnar í fjörðum landsins.
Sem betur fer átta íbúar sig á því t.d. Ísfirðingar að það er hægt að búa til verðmæti á annan hátt en með áhættusamri starfsemi fyrir lífríkið, þvert á móti búa til verðmæti og bætt lífsgæði fyrir almenning víða um heim. Þá á ég að sjálfsögðu við Keracis og þá 12 ára eða meira vegferð sem það félag hefur farið í gegnum og uppskorið rækilega. Og sú atvinna heldur áfram þótt seld hafi verið til Coloplast í Danmörku. Sama dæmi höfum við um Sæplast á Dalvík sem blómstrar þar enn þótt sé núna í eigu erlendra aðila. Hvernig Norðmönnum ásamt aðstoðarfólki sínu hér á landi tókst að koma sér fyrir í fjörðum landsins, nánast endurgjaldslaust, á eftir að rannsaka nánar.
Seyðfirðingar standa vel sína vakt og vonandi dugar það. Fjörðurinn og íbúar þar þurfa ekkert á fiskeldi í firðinum að halda.