Sorpa tekur í notkun stórt húsnæði fyrir Góða hirðinn í gömlu Kassagerðinni við Köllunarklettsveg
Eftir að Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri Sorpu bauð gesti velkomna hlýddum við á ræður Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra og Guðlaugs Þ. Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Þær voru líflega og skemmtilegar og ekki skrifaðar af aðstoðarfólki þeirra eða þær ekki notaðar. Skemmtilegir brandarar í bland við reynslusögur fyrri tíma í anda þess varnings sem þarna er til sölu.
Dagur naut sín vel þarna enda ekki oft sem hann er laus við að þurfa að setja upp alvarlegan svip vegna vandamál í borgarrekstrinum, þótt stundum sé verið að klippa á borða. Bæði Dagur og Gulli voru sammála um að hringrásarhagkerfið fær notið sín þarna. Að loknum ræðuhöldum tók Bubbi Morthens ásamt hljómsveit nokkur vel valin góð og kraftmikil lög. Bubbi sannaði þarna að aldurinn segir ekkert til um getu fólks til að starfa langt fram yfir hinn löggilda eftirlaunaaldur. Röddinn og líkamlegir burðir Bubba aldrei verið sterkari;- það ásamt magnaðri hljómsveitinni sannaði að húsið er vel byggt.
Sannarlega búið að gera þarna upp rúmgott húsnæði fyrir Góða Hirðinn og mikið af alls konar "úrgangsmunum" til sölu á hóflegu verði. Húsgögn, bækur, hljómflutningstækni og hljómplötur í plasti og á geisladiskum eru dæmi um úrvalið. VHS, Super-VHS, VHS-C, Video 8, Betamax tæki er þarna til sölu eða hvað þetta heitir allt sama svo og ein vel með farinn rauð rafmagnsritvél frá áttunda eða níunda áratugnum, forverar IBM og Macintosh einkatölvanna. Ótrúlegt hve fjölbreyttum hlutum hefur verið safnað saman, en lítið fer eðlileg fyrir nýtísku varningi. Ekki laust við að ýmislegt rifjist upp frá sjöunda og áttunda áratugnum, en margt var þarna miklu eldra en mín kennitala.