Blog Layout

Ísfélagið kaupir stóran hlut í Ice Fish Farm. Gaf mér tækifæri til að fjalla nokkuð um sjókvíaeldi almennt.

thorkellsig@gmail.com

Ísfélagið kaupir 16% hlut í Ice fish Farm fyrir um 9 milljarða íslenskra króna. Betra seint en aldrei að koma inn i fiskeldið þótt óvissa og áhætta sé talsverð í sjókvíaeldi. 

Það er ánægjulegt að sjá íslensk sjávarútvegsfyrirtæki kaup í fiskeldifyrirtæki í þessu tilfelli sjókvíaeldi hér á landi. Ísfélag Vestmannaeyja kaupir hlut af norska fyrirtæakinu Maasoval Ejendom sem er stæstii hluthafinn í félaginu með um 56% eignarhlut. Þetta er gert í tengslum við hlutafjáraukningu í félaginu. Einar Sigurðsson, varaformaður stjórnar Ísfélagsins segist hafa trú á greininni og félagið eigi eftir að vaxa í framtíðinni.  Áður hafði Gildi lífeyrissjóður keypt í Arnarlaxi. Samherji var áður búin að vera í landeldi í lengri tíma ekki síst bleikjueldi. 


Ég hef gagnrýnt yfirgang Norðmanna í þessari atvinnugrein, slaka stjórnsýslu og það sem mætti kalla spillingu hvað varðar yfirgengileg áhrif ráðamanna í fiskeldi varðandi löggjöf. um greinina.  Hér að neðan er kafli úr grein sem ég skrifaði í sumarhefti Þjóðmála árið 2020 sem fjallaði almennt um "Nýsköpun og sjálfbærni". Ég fékk athugsemdir frá aðilum tengdum sjókvíaeldi og "trúðu því ekki" eins og sagt var m.a. að svona skrif kæmu frá mér. Ég átti að fylgja einhverjum "línum" hvað þetta varðar. Það sem ég sagði m.a. var þetta sem er skáletrað hér að neðan.


”Hugvitið er oft verðmætast þegar það byggir á og styður samhliða við nýtingu náttúruauðlinda. Við eigum okkar náttúruauðlindir og eigum að halda þeim sem mest í eigu þjóðarinnar, hvort sem eru orkuauðlindir, auðlindir sjávar, vatna og vatnsfalla eða náttúruperlur víða um land.


Þegar horft er til laxeldis og laxveiða sem dæmi, þá er ástæða til að óttast það að veruleg verðmæti og ekki síður yfirráð yfir auðlindinni séu að hverfa. Flestir landsmenn þekkja það hvernig erlendur auðmaður kaupir upp hverja laxveiðiána á fætur annarri og er áreiðanlega ekki hættur þótt hann láti minna fyrir sér fara.

 

Annað dæmi sem er ekki jafn umtalað og það er að nánast allt laxeldi á Íslandi er í eigu Norðmanna, því er stjórnað af þeim og þeir selja afurðirnar undir sínum merkjum og hirða sölutekjurnar og arðinn.  Þeir lána fyrirtækjunum á uppbyggingartíma á tiltölulega háum vöxtum, flytja sitt eigið fóður hingað til lands með eigin skipum og nýta ekki endilega öflugustu og dýrustu tæknina til að forðast sýkingar, úrgangslosun í hafið eða sleppingar á laxi úr eldiskvíum í sjó.

 

Byggðalögin verða háð erlendum öflugum fyrirtækjum á þessu sviði og þegar taka á upp auðlindagjöld eða takmarka svigrúm þeirra á einhvern hátt þá getur gerst það sama og þegar stóriðjufyrirtækin loka hvort sem það er PCC á Bakka eða álverið í Straumsvík. Lítil þorp á Vestfjörðum og Austfjörðum hafa dregið til sín vinnuafl, byggt upp atvinnu í kringum auðlind sem við eigum ekki, stjórnum ekki og höfum ekki byggt upp hugvit, þekkingu og rannsóknir í greininni. Blessunarlega höfum við haldið sjávarauðlindinn í okkar höndum.  Íslendingar hafa stundum vanmetið mikilvægi þess að stunda meiri rannsóknir, þróun og fjárfestingu í fiskeldi og þróað öflugar umhverfisvænar og sjálfbærar lausnir, eldisaðferðir, tækni, markaðsstarf og flutningatækni eins og gert hefur verið í sjávarútvegi.

 

Á sama tíma og notkun hugvitsins eykst í nýjum greinum þurfa Íslendingar að tryggja yfirráð yfir sínum náttúruauðlindum sem mest og verða ekki háð erlendum fyrirtækjum eða nýlenduherrum á 21. öldinni. Tímabil nýlenduherra á að vera liðið.” 


Svo mörg voru þau orð um sjókvíaeldi sérsaklega en grein min fjallaði um "Nýsköpun og sjálfbærni"


Mér hafði blöskr vanræksla stjórnvalda í þessu máli og það sem kalla mætti spillingu þegar aðilar í sjókvíaeldi voru virkir í nefnd um stefnumótun greinarinnar m.a. með formennsku. Náðu síðan hundruð milljóna hagnaði út úr öllu saman. Gagnrýni minni og ýmissa annarra m.a. Valdimars Inga Gunnarssonar  sjávarútvegsfræðings, sem skrifaði fjölda greina um þetta í Morgunblaðið var ekki svarað beint i fjölmiðlum. Sjá þessa samantekt úr DV.


https://www.dv.is/eyjan/2019/06/11/sjavarutvegsfraedingur-gerir-alvarlegar-athugasemdir-vid-fiskeldisfrumvarpid/


Beitt var þöggunaraðferðafræðinni og gert þar með lítið úr skrifum um þetta mál enda erfitt að svara þessu og verjast gagnrýninni.  Loksins tók Ríkisendurskoðun sig til og gerði ítarlega svarta skýrslu og áfellisdóm um málið sem gefin var út í janúar á þessu ári. Sjá umfjöllun.


https://fiskifrettir.vb.is/svort-skyrsla-rikisendurskodunar-um-fiskeldi/


https://rikisendurskodun.is/reskjol/files/Skyrslur/2023-stjornsysla-fiskeldis.pdf


Allt þetta leiðir svo til neikvæðni í garð atvinnugreinarinnar. í viðhorfskönnun þar sem 61% skv. skoðanakönnun Gallup var mjög neikvætt eða frekar neikvætt í garð sjókvíaeldis í opnum sjókvíum og eingöngu 14% jákvætt. Sjá umfjöllun Mbl um þetta hér að neðan.

 

https://www.mbl.is/200milur/frettir/2023/03/08/61_prosent_motfallin_laxeldi_i_opnum_sjokvium/


Dapurleg en eðlileg niðurstaða þótt þessi könnun sem var gerð að frumkvæði hagsmunaaðila til verndar villltra laxastofna o.fl. og snérist mest um umhverfismál. 


Aðilar tengdir þessari atvinnugrein snúa síðan skýrslu Ríkisendurskoðunar sér í hag og telja að þessi skýrsla staðfesti bara þeirra áhyggjur af eftirliti og regluverki í kringum sjókvíaeldi. Mikilvægt er núna að gera lagfæringar á löggjöf, regluverki, stjórnsýslu og greiðslu fyrir afnot af auðlindinni um þetta mál. Það ættu að vera hagsmunir allra að svo verði gert.  Eftir stefndur sú spurning: Er sjókvíaeldi samkeppnishæft og sjálfbært hér á landi þar sem við erum á mörkum þess að hitastig sjávar og veðurfar gerir greinina illa samkeppnishæfa t.d. í samanburði við Færeyjar? Ef til vill þess vegna eru stór áform a.m.k. þriggja fyrirtækja um landeldi. Þar liggur e.t.v. framtíðin, hvað hagkvæmni, áhættu, gæði, umhverfisvernd, sjálfbærni og kolefnisspor varðar.  Vonandi mun sjókvíaeldi þó eiga framtíð fyrir sér í sátt við dýr [sjávardýr í fjörðum og vilta laxa] og menn. Það er grundvallaratriði að sátt náist um sjókvíaeldið en svo er ekki í dag þar sem eingöngu 14% landsmanna skv. könnun Gallup er fylgjandi opnum sjókvíum. Áhugavert er að lesa þá samantekt sem Heimildin (áður Stundin og Kjarninn) hafa verið með um þessi fiskeldimál. Við endurskoðun á skattlagningu o.fl. þátt verður eflaust litið til þess sem er að gerast í Noregi og á Íslandi. Sjá: https://heimildin.is/grein/17095/faereyingar-aetla-ad-haekka-skatta-a-laxeldisfyrirtaeki-en-island-laekkadi-tha/

Deila

Share

Share by: