Blog Layout

Uppbygging meðferðarkjarna Landspítala

thorkellsig@gmail.com

Framkvæmdir við uppsteypu meðferðarkjarna ganga vel, en mikið er eftir og sérstaklega flóknar innréttingar, tækjabúnaðar og svo kennsla á starfsemi nýja meðferðarkjarnans. Þar verður bylting í tæknibúnaði, vinnuferlum og aðstöðu fyrir starfsfólk og sjúklinga.  Þá er kostur hve þétt byggingin er nálægt gamla spítalanum og getur starfsfólk flutt sig auðveldlega á milli til að kynna sér, læra á og þjálfa sig við gangsetningu spítalans.  Það er einn af stórum kostum þess að vera ekki með nýjan spítala einhvers staðar í órafjarlægð.  Að sjálfsögðu er svo hægt að nýta barnaspítala, sjúkrahótel og endurbyggja gamla húsnæðið að einhverju marki og halda síðan áfram uppbyggingu á svæðinu þar sem nægilegt pláss er í austurátt.   


En fram til þessa er ótrúlegt hvað vel hefur gengið þrátt fyrir flókna og seinlega hönnun og erfiðleika við alla aðdrætti á byggingarefni sérstaklega því mikla járni sem fer í þessa byggingu sem á að þola mikinn jarðskjálfta enda liggur lífið við í orðsins fyrstu merkingu að þarna sé öruggustu vistarverur landsins. 


Hér að neðan er póstur sem var að koma frá NLSH ohf.  (nýja Landspítalanum ohf.) um stöðu framkvæmda o.fl.   


NLSH <postur@nlsh.is>



Deila

Share

Share by: