Fyrir helgi birtist grein í Morgunblaðinu þar sem Jón Þorsteinn Gunnarsson íbúi í Skipholti í Reykjavík var að velta upp þeirri spurningu hvernig bílastæðamálum yrði háttað við nýbyggingar í Brautarholti 16-20 þar sem eru að verða tilbúnar 64 íbúðir.
- Jón telur eðlilegt að nýjum íbúum þessara íbúða muni fylgja einhverjir tugir bíla sem hann og aðrir í nágrenninu hafa áhyggjur af að muni verða lagt í nálægum götum vegna skorts á stæðum við nýju húsin.
- Í síðdegisútvarpi Rásar 2, 27.febrúar var rætt við Alexöndru Briem formann umhverfis- og skipulagsráðs um uppbyggingu og skipulagsmál í Brautarholtinu. Hér er tengill inn á þetta fróðlega viðtal sem hver og einn getur svo dæmt um hversu vel það kemur út fyrir skipulagsyfirvöld í Reykjavík. Þetta byrjar á mín. 10.24 og er til min 21.36. (um það bil 11 min viðtal) Hún kemur aðeins inn á næturstrætó í lokin. Ekki var gengið hart að Alexöndru með spurningum eins og t.d. ef nokkrir eru að koma í heimsókn í kaffi eða jafnvel 10 manns eða fleiri í afmælisboð, hvar þeir ættu að leggja sínum bílum. .
- Link inn á viðtalið á RUV 2 í síðdegisútvarpinu er hér að neðan og endilega hlustið.
https://www.ruv.is/utvarp/spila/siddegisutvarpid/23825/7h2ifk?fbclid=IwAR0hkYbDQ58lZMkqQ4f0XVjeVQEOPxAerJp8grBhgYbKg0IZlY0ZpSoVooY