Vefútsending hjá Economist um stríðið í Úkraínu 24.febrúar 2023.
Hlustaði á áhugavert vefútsendingu (webcast) þar sem nokkrir sérfræðingar tengdir Economist voru að fjalla um stríðið í Úkraínu núna ári eftir að stríðið hófst. Tók hér saman nokkra punkta sem ég hripaði niður og reyni að skrifa út frá.
Stríðinu ekki lokið þótt hernaðurinn hætti.
Þeir voru sammála um að stríðinu yrði ekki lokið þótt hernaðurinn hætti eða samið yrði um frið eða annar hvor aðilinn „gæfist upp“. Þetta endar ekki eins og síðari heimstyrjöldin. Þetta heldur áfram næstu áratugina þótt samið sé um einhvers konar frið. Þau lýstu meiri svartsýni eftir fundinn í Munað tekur áratugi að halda friðinn. Það getur alltaf sprottið upp stríð. Þótt allir stæðu á bak við Úkraínu þá verður þetta langt stríð og helst þau lönd sem eru næst Úkraínu standa, halda þetta lengst út, en eru ekki endilega öflugust til að takast á við þetta hvað herafla og tækjabúnað varðar.
Það hefur tekið langan tíma að ná því sem Úkraínumenn hafa náð til baka af Rússum. Úkraínumenn munu ekki gefast upp þótt stuðningur vesturlanda minnki.
Rússar í veikri stöðu og hafa misst mikið af fólki og tækjabúnaði.
Rússar eru í mjög veikri stöðu og allt tal um að Rússar hafi mikið varlið er afar ólíklegt. Þeir eru í vandræðum með skotfæri. Það er mjög ólíklegt að Rússar komist neitt áfram og lagast ekkert í vor og sumar og frekar að Úkraína styrki sína stöðu. Rússar hafa gætu verið að misst um helming allra sinna skriðdreka eða um 1.000 skriðdreka og þeir eiga erfitt meða að byggja þann flota aftur upp hratt. Um 1.000 hermenn hafa annað hvort fallið eða slasast illa þá daga sem stríðið stendur sem hæst.
Hverjir munu styðja Úkraínu og hvað lengi?
Úkraína þarf að fá orustuþotur til að styrkja sína stöðu og öflugri vopn, en vesturlönd eru því miður ekki í allt of sterkri stöðu til að veikja mikið sínar varnir. Það eru því helst Bandaríkjamenn sem styðja við Úkraínu. Um 5% af USA árlegum framlögum Bandaríkjamanna hafa farið í að styðja Úkraínu. Fyrir þá vinnst þrennt með þessu. Þeir ná að veikja herlið Rússa og það reynir á það hvers þeir eru megnugir. Í öðru lagi styðja þeir við Evrópu og NATO sem skiptir mál og svo gleðjast vopnasalar og það styrkir efnahag og hergagnaframleiðslu. Nú er spurning hvernig Kína muni styðja við Rússa.
Úkraína mun fara verlega í að sækja fram og tíminn vinnur flekar með þeim
En hvað gerist á þessu ári. Líklega verður erfitt að ýta Rússum mikið til baka á þessu ári og Úkraína mun far varlega að ráðast til öflugra átaka því hugsanlegan mundi það kalla á miklar fórnir í vopnum og mannafla. Úkraína mun fara varlega í að taka allt í einum bita, heldur gera hluti í rólegheitum. Því harðar sem þeir sækja fram þeim mun líklegra er að Rússar herði sóknina og fái meiri stuðning frá t.d. Kínverjum. Tíminn vinnur aftur á móti ekki með Rússum.
Zelensky mjög sterkur leiðtogi jafnt innávið sem útávið.
Zelensky hefur náð ótrúlegum árangri síðan hann tók við sem forseti árið 2019. Ótrúlega öflugur og virðist vera með gott samstarfsfólk en hann er yfirleitt andlitið útávið með örfáum undantekningum. Hann er eingöngu 45 ára gamall, leikari að mennt en hefur greinilega fleira hæfileika en leiklist og með sterkt teymi með sér.
Pútín gerði mikil mistök
Markmið Rússa var augljóst, en þeim urðu á hrapaleg mistök og nú predika þeir heima fyrir að Vesturveldin með stuðningi Úkraínumanna hafi ráðist á Rússa. Þeir telja sig „eiga Úkraínu“ m.a. vegna sögulegra ástæðna. Pútín þykist vera í vörn, hafi verið þvingaður i stríð eins sem er svipaður boðskapur og Hitler notaði. Hann talar um þetta eins og hann sé að bjarga Rússlandi og reynir að normalisera stríðið. Hann vill að fólkið sætti sig við þetta og styðji það að halda áfram eins lengi og þarf. Hann talar um að allt gangi vel. Hann vonast til að Vesturlönd gefist upp og þá verði hægt að semja. Samningar við Pútín mun aftur á móti ekki halda eins og reynslan sýnir.
Staðan í Rússlandi mun versna á þessu ári.
Þetta stríð mun hafa mikil áhrif, en er að setja allt þjóðfélagið í nokkurs konar stríðsgír. Það sem hefur hjálpar Rússum er hærra verð á gasi og olíu. Rússar eru að missa þetta mikið núna. 2023 getur orðið erfitt vegna lægra orkuverðs og minna magns í sölu. Pútín hefur aftur á móti fengið stuðning frá Seðlabankanum og fjármálaráðherranum.
Kína gæti ekkert annað en hæft slæm áhrif. Rússar gætu festst í þessari stöðu eins og hún er og þeir munu reyna að fá vesturlönd til að semja, en samningsforsendur verða alltaf óásættanlegar. Kína ætlar að reyna að vera góði karlinn en það hjálpar alltaf Rússum. Kína vill ekki að Pútín tapi stríðinu.
Tiltölulega fáir Rússar vilja í raun hafa stríð áfram. 40% telja þó að stríðið gangi ekki vel. Um 10% íbúa þekkja einhvern náinn sem hefur fallið eða slasast alvarlega í stríðinu. Einvörðungu 25% vilja að stríðið haldið áfram. Stríðið og Pútín er því langt í frá með þjóðina með sér, nema rétt á yfirborðinu.
Úkraína hefur nægan mannskap til að berjast áfram. Rússar hafa gangsett 300-500 manns í stríðið og hafa því einnig mikinn mannskap. Það sem skiptir máli er aftur á móti leadership, baráttuvilji og þjálfun hermanna og tækjabúnaður. Þar hefur Úkraína forskot og ekkert sem bendir til þess að þeir tapi stríðinu. Notkun kjarnorkuvopna skyldi samt aldrei útiloka en það gerist ekki nema í mikilli nauðvörn og ekki talið líklegt.