Góður morgunfundur í Valhöll laugardaginn 18.3 með Ragnheiði Öldu Maríu Vilhjálmsdóttur og Mörtu Guðjónsdóttur borgarfulltrúa XD. Þar var farið yfir svikin loforð fyrrverandi og núverandi borgarstjórnarmeirihluta.
Skrítið að hlusta svo á RUV 1 með morgunþáttinn I vikulokin. Þar voru gestir þáttarins, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingkona Pírata, Elva Hrönn Hjartardóttir, stjórnmálafræðingur og fyrrverandi stjórnarkona í VG og Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri. Þó þóttust ekkert skilja í upplýsingaóreiðunni í Reykjavík og það væri eins hjá nágrannasveitarfélögunum væri líka allt í vandræðum og sumt væri ríkinu að kenna. Enginn minntist á vanefndir Dags og félaga, hversu alvarlegt ástandið væri, andstaðan gegn dagforeldrum og sjálfstætt starfandi leikskólum. Hljómaði eins og umræðan um Samgöngusáttmálann þar sem koma á hluta af vandamálum Reykjavíkurborgar í rekstri á svokallaðri Borgarlínu yfir á ríkið.