Efri myndin sýnir frá nýlegum laugardagsfundi Varðar í Valhöll þar sem Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi XD var með kynningu á öllum þeim ágöllum sem tengjast Samgöngusáttmála ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Þar hefur ekkert staðist hvorki framkvæmdaáætlanir, fjárhagsáætlanir eða almennt útfærsla á svokallaðri borgarlínu og því sem henni tengist. Ekki ljóst hvernig reksturinn á að fjármagnast eða hver skal greiða það mikla tap sem verður af þessum rekstri alla tíða, þó sérstaklega fyrstu 10-15 árin meðan þetta er í uppbyggingu. Sá tími gæti orðið mun lengri.
Neðri myndinni er frá fundi Varðar fimmtudagskvöldið 16. mars. Þar voru ýmsir borgarfulltrúar og aðilar tengdir Samgöngusáttmálanum og vil ég sérstaklega nafngreina Vilhjálm Árnason, þingmann, formann umhverfis- og samgöngunefndar og ritara flokksins sem var greinilega eins og aðrir miklu upplýstar eftir fundinum. Þátttaka hans á fundinum skipti miklu máli. Steinar Ingi Kolbeins aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs stýrði fundinum.
Í framsögu töluðu sumir varlega um Samgöngusáttmálann enda hefur framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. Davíð Þorláksson verið duglegur að flytja aftur og aftur gamlar, glæsilegar en því miður úreltar glærusýningar um kosti sáttmálans og framkvæmd hans. Skautað framhjá ýmsum mikilvægum málum sem tengist samgöngusáttmálanum og "eignað sér" eða Samgöngusáttmálanum ýmis verkefni sem voru hafin áður en sáttmálinn var gerður. Nágrannasveitarfélögin hafa heldur ekki eins miklar áhyggjur af honum eins og við Reykvíkingar þar sem flækjustigið og atlaga að einkabílnum er hvað mest.
Viss þöggun hefur verið í gangi af hálfu nokkurra forystumanna í Sjálfstæðisflokknum vegna þeirrar ábyrgðar sem liggur á flokknum vegna gerðar samningsins og vali á Sjálfstæðismönnum sem formanni og framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf. Með því er Sjálfstæðisflokkurinn að taka á sig ábyrgð og styðja við Dag borgarstjóra, en Sjálfstæðisflokkurinn verður svo skammaður og hann beri ábyrgð þegar illa fer eða verkefnum breytt, sem er nú þegar að gerast. Sú lína var lögð fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar að við ættum ekki að tala illa um Samgöngusáttmálann eða Borgarlínuna og það skapaði óánægju hjá mörgum flokksmanna auk fleiri mála svo sem Íslandsbankasalan rétt fyrir kosningar og skýrir hluta af tapi flokksins í kosningunum. En nú er þöggun vonandi ekki lengur í gangi heldur þoli aðilar gagnrýna umræðu um málið.
Fundurinn var mjög fjölmennur, bókastofan þéttsetin án borða og tóku um 10-15 manns til máls. ALLIR lýstu yfir miklum efasemdum með Samgöngusáttmálann, allt frá því að hann þyrfti ítarlegrar alvöru endurskoðunar við (ekki bara uppfærslu) í að hann væri ónýtur og ætti að henda honum og horfa á málið upp á nýtt.
Nokkur dæmi úr umræðunni, en bæti þó við frekari skýringu á ýmsum atriðum sem ekki alltaf komu fram:
Að lokum vil ég rifja upp stefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar og klippa út það sem snerti Samgöngusáttmálann.
Gæta þarf að tímaáætlunum framkvæmda og ráðdeild hvað varðar framkvæmdakostnað. Sjálfstæðisflokkurinn leggur ríka áherslu á stórbættar og nútímalegar almenningssamgöngur. Óháðum sérfræðingum verði falið að endurskoða forsendur borgarlínu. Útfæra þarf verkefnið á forsendum íbúa og atvinnurekenda í borginni, með það fyrir augum að einn fararmáti vegi ekki að öðrum. Markmiðið verði að gera almenningssamgöngur að raunhæfum valkosti fyrir fleiri – með hagkvæmni og skilvirkni að leiðarljósi. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar tafa- og umferðargjöldum nema þau komi í stað olíu- og bensínskatta, samhliða orkuskiptum, og leiði þar með ekki til skattahækkana á íbúa Reykjavíkur.
Greinilega voru sumir frummælendur hálf sjokkeraðir eftir fundinn og fengu þar betri lýsingu á þeim ágöllum sem eru á sáttmálanum og það dugar ekkert að reyna að klára einhverja endurskoðun fyrir sumarið. Vilhjálmur Árnarson létt strax í sér heyra og var í viðtali hjá Morgunblaðinu á forsíðu tveimur dögum síðar. Sjá fyrir neðan myndina klippu af þeirri frétt. Við treystum talsvert á að hann beiti sér í þessu máli og tryggi raunverulega endurskoðun og aðkomu alþingis að þessari endurskoðun Samgöngusáttmálans.