Blog Layout

Of mikill þéttleiki og of háar byggingar í Reykjavík

thorkellsig@gmail.com

Fyrirmynd gæti oftar verið hæð bygginga við Nónhæð-Nónsmára 9-15.

Þetta kom upp í hugann, sjá auglýsingu, hér að ofan, eftir að ég hlustaði á Silfrið sl. sunnudag. Af hverju tekur ekki Reykjavíkurborg sér þetta til fyrirmyndar víðar eins og Borgarúni 24 sem er núna í byggingu, á Sóltúnreitnum þar sem verða mun hærri byggingar eða bak við Cabin hótel. Á öllu þessu svæði verða byggðar nálægt 250 íbúðir og bílaumferð og þéttleikinn þolir þetta illa.

Sama er verið að gera víðar í borginni þrátt fyrir að meginstefnan var lengi sú að byggja ekki hærri byggingar en 4-5 hæðir og allra mest 6 hæðir í undantekningartilfellum. Þéttleikinn núna er allt of mikill víða eins og á Heklureitnum og allt gert með það í huga að íta undir notkun Borgarlínu og gera ráð fyrir minni en 1 bílastæði á íbúð og sums staðar nánast engin eins við Brautarholt vestan Nóatún (t.d. þar sem Þórskaffi var í gamla daga) og líka vestar alla leið að Stórholti og Þverholti. Aðrir íbúar á svæðinu líða fyrir þennan þéttleika og bílastæðaskort.


Svo er ekkert byggt í austurhluta borgarinnar og á Kjalarnesi þar sem mikil tækifæri eru og Keldnalandið mun byggja þétt með engum bílastæðum neðanjarðar. Búið að afhenda Betri samgöngum ohf. þetta landsvæði sem mun gera allt til að byggja sem mest og græða sem mest á landinu. Þess vegna vill Borgin ekki Sundabraut því hún bætir umferð, opnar Kjalarnes og fleiri tækifæri svo sem minnka umferð um Ártúnsbrekku og bæta og minnka umferð um Mosfellsbæ. Það greiðir fyrir umferð og umferðatafir verða síður letjandi fyrir bílaumferð og minnka nýtingu á Borgarlínu t.d. á Keldnalandi og Keldnaholti. 

Deila

Share

Share by: