ÚR ÝMSUM ÁTTUM - SMELLIÐ Á MYNDIRNAR TIL AÐ STÆKKA ÞÆR
Einstaklega falleg mynd frá Reykjavíkurtjörn með tunglið skýnandi bjart sem endurspeglast í Tjörninni. Birtan í húsunum fær að njóta sín.
Ljósmyndarinn beið í mörg ár eftir þessu "momenti" þar sem saman fór fullt tung, heiðskýr himinn, sólin skín á fullt tungl og Tunglið beint fyirr ofan Hallgrímskirkju.
Ég er andvígur opnu sjókvíaeldi eins og það er stundað í dag. Lög og regluverk er óviðunandi og samið með of sterk ítök hagsmunaaðila. Eftirlit óviðunandi og eigendur margar fyrirtækja hafa orðið uppvísir að mikilli vanrækslu.
Breytingar á Tryggvagötu kostuðu stórfé en nýtast afar illa. Allt gert til að fækka bílastæðum en aðstaðan lítið spennandi sem viðverustaður fyrir fólk.
Friðarsúlan (enska: Imagine Peace Tower) er útilistaverk eftir Yoko Ono reist í Viðey til að heiðra minningu látins eiginmanns listakonunnar, John Lennons. Listaverkið var vígt á afmæli Johns Lennons þann 9. október 2007. Friðarsúlan er tákn fyrir baráttu Ono og Lennons fyrir heimsfriði, sem hófst á sjöunda áratug 20. aldar. Ono segist hafa fengið hugmyndina að friðarsúlu árið 1967. Á stalli súlunnar eru grafin orðin „hugsa sér frið“ eða „imagine peace“ á 24 tungumálum, þar á meðal á íslensku, ensku, þýsku, japönsku og hebresku. Enska heitið er vísun í lagið „Imagine“ eftir John Lennon.
Falleg kvöldmynd við vitann neðan við Höfða.
Snemma tengdist ég fiskeldi. Þessi mynd er tekin um það leiti þegar Árlax fiskeldistöðin við Litlá í Kelduhverfi var gangsett í kringum 1985. Þá afhenti ég ritari stjórnar, Guðrúnu Þórhallsdóttur "listræna ljósmynd" af laxaseiðum frá Eimskip sem þá var hluthafi. Félagið fór síðan í þrot ásamt fjölda annarra fiskeldistöðva árið 1989. Fyrsta tilraun laxeldis á Íslandi, aðallega seiðaeldis.
Eitt af fyrirtækjunum sem ég var þátttakandi í og stjórnarformaður var TölvuMyndir síðar TM Software. Mynd tekin skömmu eftir 2000 en síðar var félagið selt að mestu til Nýherja (nú Origo).
Þessi mynd var tekin af okkur gömlu samstarfsmönnunum hjá Eimskip. Myndin tekin árið 2016 hjá Hjörleifi Jakobssyni. Efsta röð frá vinstri Erlendur Hjaltason, Höskuldur Ólafsson, Þórður Sverrisson, Hjörleifur Jakobsson og Þórður Magnússon. Við Hörður Sigurgestsson sitjandi. Hörður Sigurgestsson lést árið 2019 rúmlega áttræður að aldri og þetta var líklega síðasta myndin sem tekin var af okkur saman.
Við gamlir Eimskipparar hittum stundum reglulega eftir að við félagið lenti í höndum ógæfumanna árið 2004. Þessi mynd er tekin einhver tíma eftir það af hópnum á einu borðinu.
Mynd tekin um árið 2000 þegar við fórum til Kaliforníu í tengslum við kaup Össurar hf. á Flex Food sem var fyrsta erlenda fjárfesting félagsins, skömmu eftir að Jón Sigurðsson var ráðinn forstjóri. Á myndinni erum við Þorkell, stjórnarmaður, Kristín mín Vignisdóttir, Pétur Guðmundarson, formaður, Sigurbjörn Þorkelsson, stjórnarmaður, framkvæmdastjóri Flex Food, Huld Magnúsdóttir, starfsmaður Össurar, Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri, Össur Kristinsson, stjórnarmaður og aðal eigandi, Gunnar Stefánsson, stjórnarmaður og Björg Rafnar, eiginkona Össurar en hún lést árið 2017.
Stjórn Rannsóknarþjónustu Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri c.a. árið 1995. Frá vinstri Baldur Hjaltason, Þorsteinn Ingi Sigfússon, Ágústa Guðmundsdóttir, Jón Sigurðsson, Ingjaldur Hannibalsson og Ágúst Hjörtur Ingþórsson. Sitjandi eins og oftast Þorkell Sigurlaugsson.
Stjórn Framtakssjóðs Íslands í kringum árið 2016. Efri röð frá vinstri Helga Valfells, Sveinn Hannesson, Hjörleifur Pálsson, Guðrún Björg Birgisdóttir, og neðri röð Helga Árnadóttir, Þorkell Sigurlaugsson, formaður og Herdís Dröfn Fjeldsted framkvæmdastjóri
Perlur Reykjavíkur eru sannarlega Esjan, Perlan, Öskjuhlíðin, HR byggingin og Nauthólsvíkin.