REYNSLA

REYNSLA

Ég er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Reynsla mín kemur fyrst og fremst úr starfi við stjórnun og rekstur fyrirtækja og sitja í stjórnum fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum svo sem framkvæmdastjóri hjá Eimskip og Burðarási til 2014, stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands sem lauk störfum á síðasta ári og framkvæmdastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík á árunum 2004-2017. Reynsla mín á sviði nýsköpunar í atvinnulífinu, nýjum stjórnarháttum og stefnumótun fyrirtækja mun áreiðanlega nýtast hjá Reykjavíkurborg sem er eitt stærsta „fyrirtæki“ landsins. 


Auk þess hef ég starfað að málefnum frjálsra félagasamtaka í þriðja geiranum. Var á árunum 2008-2014 formaður stjórnar Sjálfsbjargarheimilisins og er varaformaður landssamtakanna „Spítalinn okkar“ frá 2014, sem eru samtök um uppbyggingu ný húsnæðis Landspítala. 

Hér að neðan er stiklað á því helsta sem ég hef komið nálægt. Afar mikilvægt er að rödd atvinnulífsins komi sterkt inn í borgarstjórn, en einnig dýrmæt reynsla á öðrum sviðum sem ég hef öðlast t.d. á sviði heilbrigðismála. 

1969-1973

Menntaskólinn í Reykjavík

1973-1977

Háskóli Íslands Cand Oecon – Viðskiptafræði. 

1977-2002

Eimskip, móðurfélagi, dótturfélögum og samstarfsfyrirtækjum.

1985-1989

Samtökum íslenskra kaupskipaútgerða (SÍK), meðstjórnandi

1985-1989

DNG á Akureyri, meðstjórnandi

1986-1989

Pólstækni á Ísafirði, meðstjórnandi og síðar stjórnarformaður

1986-1996

Tækniþróun og Tæknigarður, hluti af starfsemi Háskóla Íslands, meðstjórnandi

1989-2003

Framtíðarsýn, bókaútgáfa og síðar bókaklúbbur atvinnulífsins og Viðskiptablaðið, stjórnarformaður og meðstjórnandi 

1997–2001

Í stjórn DEMYC, Evrópusamtaka ungra hægri manna og kristilegra demókrata

1990-2005

Marel, meðstjórnandi, varaformaður og síðasti árið formaður

1995-2005

Kauphöll Íslands, meðstjórnandi

1996-2001

Össur hf. meðstjórnandi

1997-2004 

TölvuMyndir síðan TM Software, stjórnarformaður. Sameinaðist síðar Nýherja (nú Origo).

1998-2001

Hópvinnukerfi – hugbúnaðarlausnir, stjórnarformaður

2000-2002

Miðborgarstjórn

2001-2004

Maritech International – hugbúnaðarfélag nú að hluta til Wise. 

2001-2004

101 Skuggahverfi efh. – þróunarfélag vinsælla og glæsilegra turna við Skúlagötu.

2002-2004

Burðarás – fjárfestingafélagi Eimskips

2004-2017

Háskólinn í Reykjavík. Framkvæmdastjóri fasteignareksturs og síðan einnig fjármála

2007-2013

Klak nýsköpunarsetur meðstjórnandi, síðan hét Innovit og nú Icelandic Startups

2008-2017

Sjálfsbjargarheimlið, stjórnarformaður og síðan ráðgjafi í fasteignaþróun Sjálfsbjargar

2009-2011

Sameinaði lífeyrissjóðurinn – formaður endurskoðunarnefndar

2009-2016

Byggingarfélag námsmanna, meðstjórnandi

2010-2021

Framtakssjóður Íslands, meðstjórnandi 2010-2012 en stjórnarformaður frá 2012

2015-2018

Formaður allsherjar- og menntamálanefndar kosinn á landsfundi Sjálfstæðisflokksins

2016

Starfshópur heilbrigðisráðherra um fyrirkomulag reksturs Sjúkrahótels á lóð LSH, formaður starfshópsins

2017

Starfshópur fjármálaráðherra um skattsvik og tillögur til aðgerða, formaður hópsins

2018-2022

Formaður velferðarnefndar kosinn á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og einnig í allsherjar og menntamálanefnd

2018- 2023

Icelandic Trademark Holding ehf. Félag um Icelandic vörmerkið, stjórnarformaður og meðstjórnandi frá 2022

2021-2022

Atvinnufjelagið, félagasamtök einyrkja, lítilla og meðalstórra fyrirtækja, meðstjórnandi

Share by: