Ég er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Reynsla mín kemur fyrst og fremst úr starfi við stjórnun og rekstur fyrirtækja og sitja í stjórnum fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum svo sem framkvæmdastjóri hjá Eimskip og Burðarási til 2014, stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands sem lauk störfum á síðasta ári og framkvæmdastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík á árunum 2004-2017. Reynsla mín á sviði nýsköpunar í atvinnulífinu, nýjum stjórnarháttum og stefnumótun fyrirtækja mun áreiðanlega nýtast hjá Reykjavíkurborg sem er eitt stærsta „fyrirtæki“ landsins.
Auk þess hef ég starfað að málefnum frjálsra félagasamtaka í þriðja geiranum. Var á árunum 2008-2014 formaður stjórnar Sjálfsbjargarheimilisins og er varaformaður landssamtakanna „Spítalinn okkar“ frá 2014, sem eru samtök um uppbyggingu ný húsnæðis Landspítala.
Hér að neðan er stiklað á því helsta sem ég hef komið nálægt. Afar mikilvægt er að rödd atvinnulífsins komi sterkt inn í borgarstjórn, en einnig dýrmæt reynsla á öðrum sviðum sem ég hef öðlast t.d. á sviði heilbrigðismála.