Blog Layout

Galið hvernig borgaryfirvöld eru að breyta gatnamótum Sæbrautar og Skeiðarvogs/Kleppsmýrarvegar

thorkellsig@gmail.com

Athyglisverð umfjöllun um málið í Morgunblaðinu 19.10.23

   - Ótrúlegt að borgaryfirvöld skuli taka burtu aðra af tveimur vinstri beygjuakreinum frá Kleppsmýrarvegi til suðurs inn á Sæbraut. Þarna er mikil umferð vöruflutningabifreiða frá Aðföngum, Samskipum, Líflandi, Holtagörðum þar sem er fjöldi verslana m.a. Bónus, Húasmiðjan o.fl. Umferð bifreiða úr Vogabyggð bætist við. Bíða þarf í 4-6 umferðarljós oft og tíðum til að ná vinstri beygju.


   - Þetta er sagt eigi að bæta umferðaröryggi. Með ólíkyndum að ekki sé hægt að bæta það með öðrum hætti. Nú eykst mengun til muna, kostnaðarsamar tafir umferðar og mun meiri hætta á að ökutæki þar með talað stórar vöruflutningabifreiðar reyni að troða sér þarna yfir á stuttum ljósum. Sjá grein í morgunblaðinu


Deila

Share

Share by: