Blog Layout

Að sprengja eða sprengja ekki ríkisstjórn

thorkellsig@gmail.com

Lögleysa og skortur á meðalhófi hjá Svandísi Svavarsdóttur og hennar gjörðir yfirtaka alla pólitíska umræðu

   - Ekki er hægt annað en vera óánægður með VG og margar þeirra áherslur. Síst af öllu vil ég gera lítið úr lögleysu og skort á meðalhófi hjá Svandísi, en þetta mál má ekki yfirtaka alla aðra pólitíska umræðu. Þegar þetta er skrifað þá hefur annað mál, eldgos við og í Grindavík tekið alla okkar athygli. En það eru svo mörg önnur mál en hvalveiðabann sem eru núverandi stjórnvöldum til minnkunar. Innflytjendamál og það mikla flæði sem hefur verið inn í landið í samanburði við aðrar t.d. norrænar þjóðir. Palistínumönnum vex fiskur um hrygg hér á landi og fá fulla samúð m.a. ljósvakamiðla. Íslendingar t.d. eldra fólk fengi aldrei leyfi til að tjalda fyrir framan Alþingishúsið dögum saman og nota rafmagn borgarinnar til að mótmæla fátækt eða misskiptingu eigna eða sjókvíaeldi.

   - Hvernig mun þessi hópur Palestínumanna beita sér þegar þeir verða nokkur þúsund hér á landi og koma frá landi sem virðir ekki mannréttindi eins samkynhneigð og trúfrelsi og hafa alist upp undir stjórn hryðjuverksamtaka Hamas. Norðurlöndin hafa lært af biturri reynslu að flæðið má ekki verða óhindrað með þessa sem aðra sem ekki geta aðlagast samfélaginu. 

   - Hvað með sjókvíaeldið?  Stjórnmálamenn forðast að ræða það af hræðslu við kjósendur, en misskilja það að flestir kjósenda hafa andúð á því hvernig rekstur sjókvíaeldis er og afleiðingar sífellt að koma betur í ljós á lífríki vilta laxins og reyndar lífríki fjarðanna. Ekki bætir úr skák að þetta er undir stjórn Norðmanna sem hagnast á þessu og greiða ekki auðlindagjöld eða almenn aðstöðugjöld í samræmi við t.d. það sem viðgengst í Noregi. Er þetta ekki mikilvægara mál en dráp nokkurra tuga stórhvala? Hvað með heilbrigðismálin sem eru nánast við það að kallast neyðarástand og mikill misskilningur að heilbrigðiskerfið sé svo gott á Íslandi. Skólakerfið í mjög slæmu ástandi nema háskólarnir sem eru að bæta sig og ráðherra að vinna í góðum verkefnum.  PISA, unga fólkið getur margt ekki lesið sér til gagns og fíkniefnaneysla og geðræn vandamál að fjölga öryrkjum sem aldrei fyrr.  Ekki er nú allt upp talið. 


Svandís í sviðsljósinu

Á sama tíma er endalaust verið að þvarga yfir Svandísi Svavarsdóttur út af hvalamálum. Þótt málið sé ekki léttvægt þá eru fjölmiðlar duglegir að mata áheyrendur á því máli. Andrés Magnússon í Dagmálum með Bergþór Ólason þingmanna Miðflokksins og Teit Björn Einarsson þingmann Sjálfstæðisflokksins í meira en klukkutíma löngum í síðustu viku, þátturinn nánast eingöngu um þetta og hugsanlegar afleiðingar. Endalausar vangaveltur um hvað geti gerst og Sjálfstæðismenn hröklast undan að svara, eðlilega, enda ekki tilbúnir í kosningar við þessar aðstæður. Margítrekaðir sömu frasarnir allan þáttinn.

   - Sama gerði Gunnar Smári á Samstöðinni, en ég slysaðist þar inn, þar sem voru 4 viðmælendur þeir Jón Kristinn Snæhólm Sjálfstæðismaður, Helga Vala Helgadóttir, f.v. þingkona Samfylkingar, Andres Skúlason, í stjórn VG og í Landvernd og Hallur Magnússon, með rætur í framsóknarflokknum þótt hann hafi sagt sig úr flokknum fyrir 13 árum. Þar var blaðrað út og suður um málefni Svandísar Svavarsdóttur og annað hvort verið að verja hana eða deila á hana, verja hvalveiðar eða mótmæla þeim og Andrés einn með þá sérstöðu að verja Svandísi en vilja hafa hvalveiðar.

Heimildin fjallar um þessi mál og Mogginn nánast alla daga. 

   - Svo hlustaði ég á "VIKULOKIN" á Rás 1 á laugardagsmorgun og hvað var þar.  Orrri Páll Jóhannsson frá VG, Hanna Katrín Friðriksson frá Viðreisn og Teitur Björn Einarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.   Hvað skyldi hafa verið þar uppistaðan í umræðunni, helmingurinn þáttarins? Auðvitað málefni Svandísar og þar hljómaði eðlilega mjög skýrt aftur hjá Teiti Birni hver sjónarmið Sjálfstæðismanna eru a.m.k. flestra innan þingflokksins. Teitur orðin vel æfður í þeirri umræðu. 


Niðurstaða umboðsmanns Alþingis.

Hér að neðan er niðurstaða umboðsmanns Alþingis og öllum má vera ljóst nema að því virðist ráðherra sjálfum að um lögbrot er að ræða, brot á sjórnsýslulögum og meðalhöfs ekki gætt. Þar til viðbótar er ákvörðun um hvaðveiðibann tekin daginn áður en það átti að hefjast. Afleiðingarnar því miklar og alvarlegar fyrir starfsfólk. 


"Það er álit mitt að útgáfa reglugerðar nr. 642/2023, um (12.) breytingu á reglugerð nr. 163/1973 um hvalveiðar, hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í 4. gr. laga nr. 26/1949, um hvalveiðar, eins og sú grein verður skýrð með hliðsjón af markmiðum sínum, lagasamræmi og grunnreglum stjórnskipunarréttar um vernd atvinnuréttinda og atvinnufrelsis. Án tillits til þessarar niðurstöðu tel ég einnig með hliðsjón af aðdraganda og undirbúningi reglugerðarinnar, svo og réttmætum væntingum Hvals hf., að útgáfa hennar hafi ekki, við þær aðstæður sem uppi voru, samrýmst kröfum um meðalhóf eins og þær leiða af almennum reglum stjórnsýsluréttar.


Þar sem það ástand sem leiddi af útgáfu reglugerðarinnar er liðið undir lok tel ég ekki ástæðu til að beina sérstökum tilmælum til ráðherra um úrbætur þar að lútandi. Þá tek ég fram að með niðurstöðu minni hef ég enga afstöðu tekið til hugsanlegra einkaréttarlegra afleiðinga hinna ólögmætu stjórnvaldsfyrirmæla. Hef ég af þeim sökum ekki heldur forsendur til að beina tilmælum til ráðherra um að leita leiða til að rétta hlut Hvals hf. Yrði það að vera verkefni dómstóla að leysa úr slíkum álitaefnum ef málið yrði lagt í þann farveg. Ég beini því þó til ráðherra að hafa þau sjónarmið sem fram koma í álitinu í huga til framtíðar."


Hvernir vilja brjóta upp stjórnarsamstarfið?
Andstæðingar ríkisstjórnarinnar vilja gjarnan brjóta upp ríkisstjórnarsamstarfið og sumir innan Sjálfstæðisflokksins eru þar líka a.m.k. í orði. En flokkurinn er með allt niður um sig og fylgið aldrei lakara eins og hjá hinum stjórnarflokkunum af ólíkum ástæðum þó. Eðlilegt að fýlupúkafélagið, eins og það kallar sig í Sjálfstæðisflokknum, sé óánægt. Margir kenna hinum um lélegt fylgi en líta ekki í eign barm. Það er alveg rétt sem margir segja að ástæða hávaðans hjá sumum innan Sjálfstæðisflokksins er hræðslan við framhald sjávarútvegsmálaráðherrans með breytingar. Ég tel þó frekar að búast megi við "einhverjum lagfæringum" á sjávarútvegskerfinu/kvótakerfinu og sjókvíaeldismálum, en ekki róttæka uppstokkun.  En eðlilega hræða sporin í þessu hvalamáli, en reyndar ekki líku saman að jafna.

   - Þeir sem vilja helst engar breytingar á sjávarútvegskerfinu óttast umræðuna fyrir kosningar og ráðandi öfl innan Sjálfstæðisflokksins vilja engar breytingar í sjávarútvegsmálum nema þá til rýmkunar á aflaheimildum.

   - Það er flokknum og fylgi hans ekki til góðs að vilja ekki breytingar. Það þarf breytingar og losa um óhagstæða og afturhaldssama hluta "íhaldsstefnunnar" og

fá inn "frjálslyndari" og nútímalegri viðhorf og þannig sókn til meira fylgis. Þar þarf bæði að styrkja stuðning þeirra sem hafa íhaldssöm sjónarmið, grunngildi flokksins hvað varðar sjálfstæði þjóðarinnar, stétt með stétt og það sem kalla mætti harðari hægri stefnu og svo jafnframt umburðarlyndi fyrir frjálslyndari stefnu og umræðu en ekki ýta fólki í burtu. Þeir  verða að geta starfað innan Sjálfstæðisflokksins sem aðhyllast annan gjaldmiðil og  jafnvel aðild að Evrópusambandinu a.m.k. fá vel upplýsta þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja ætti aðildarviðræður og svo hvort samþykkja ætti endanlega aðild.  Segja má að Sjálfstæðisflokkurinn hafi búið til Viðreisn með Benedikt Jóhannesson í forystu en síðan hefur flokkurinn þróast til verri vegar yfir í systuflokk Samfylkingarinnar a.m.k. í mörgum málum meðan Kristrún tekur Samfylkingu örlítið til hægri. 
 

Sjálfstæðisflokkurinn verður að óbreyttu ekki með í næstu ríkisstjórn. 
   - Miðað við stöðuna í dag og nýjar kosningar verður Sjálfstæðisflokkurinn ekki með í næstu ríkisstjórn og þá verður skaðinn enn meiri en í núverandi samstarfi og hugsanlega viðvarandi í meira en eitt kjörtímabil. Flokkurinn þarf því að nýta tímann vel. Vinna jákvætt að eðlilegum breytingum á forystu flokksins (þótt vissulega megi telja Bjarna fremsta stjórnmálamann á Íslandi undanfarin meira en áratug). Bjarni var svo heppinn að geta tekið skrefið út með því að fá tilefni til að fara úr fjármálaráðuneytinu í utanríkisráðuneytið á leiðinni út (ekki út í heim, því hann hefur engann áhuga á sendiherrastöðu hefði ég haldið). Gæti farið að sinna fjármálum fjölskyldunnar sem þurfa nýjan fjármálalegan forystumann og í því hlutverki mundi hann sóma sér vel.

   - Á næsta landsfundi verða breytingar á forystu og jafnvel fyrr

og á þeim fundi þarf að marka skýra stefnu, ég vil segja nýja langtíma stefnumörkun

og skammtima PR stefnu sem nær til stærri hóps. Þannig getum við aukið fylgi

flokksins í næstu alþingiskosningum og svo næstu borgarstjórnarkosningum.
 

Borg Dags að líða undir lok?
   - Það er Reykjavíkurborg og íbúum hennar lífsspursmál að fá nýtt dagsljós; - bjartari tíma í stað skuggavarps þéttbyggðrar borgar, greiðar samgöngur fyrir alla en ekki þrengja að og útiloka bíleigendur og ekki síður betri menntun, skóla m.a. sjálfstætt starfandi fyrir borgarbörn.  Atvinnufyrirtæki af öllum gerðum, ekki síst lítil og meðalstór þurfa að hafa aðstöðu og áhuga á að starfa í Reykjavík.  Að endurreisa fjármála borgarinnar er síðan mikið átaksverkefni sem þolir enga bið.

   - Þetta gerist ekki nema Sjálfstæðisflokkurinn í heild, þar með talið flokkurinn á landsvísu og svo ári seinna í Reykjavík nái verulega auknu fylgi og það gerist ekki ef ný ríkisstjórn með Samfylkinguna sem leiðandi flokk nær áfram forystu í Reykjavík í framhaldi af sigri í alþingiskosningum. Einhver "hvalræðisumræða" má ekki sprengja okkur enn meira út í buskann og Samfylkingarstjórn taki við á Alþingi ásamt

fylgistapi í Reykjavík í framhaldinu. Nei takk.
 

Förum að tala um pólitík og stefnumál

Við í Sjálfstæðisflokknum þurfum að og vinna inn á við í okkar málum. Málefni ungs fólks og húsnæðismála, málefni eldra fólks, samgöngumál, skipulagsmál í Reykjavík,

málefni lítilli og meðalstórra fyrirtækja, skýra stefnu í heilbrigðismálum sem

einstaklingar, hvort sem er hugsað er um hag sjúklinga eða

heilbrigðisstarfsfólk, skólamál o.s.frv. Engin þörf er á að kasta sprengjum á móti sprengju Svandísar og sprengja núverandi ríkisstjórn og ákveða dauðdaga hennar fyrir eitthvað rugl, lögbrot og skort á meðalhófi Svandísar. Kristján Loftsson fer að sjálfsögðu í málaferli og niðurstaða fæst og á meðan lýsir Sjálfstæðisflokkurinn yfir megnustu óánægju með framferði ráðherrans.

   - Látum þjóðarhag ráða för fram að næstu kosningum vorið 2025 nema eitthvað

stórkostlegt annað komi uppá. Sýnum hvað við getum gert í efnahagsmálum og

keyra niður verðbólgu og vexti og upp með velferð fólks og fyrirtækja.

Deila

Share

Share by: